fbpx

Að vaxa í gegnum kjarnann – 2. Hluti, Vörumerkjavirði

by | Apr 5, 2011 | Markaðsmál, Stefnumótun, Vöruþróun | 0 comments

Eins og var fjallað um í fyrsta hlutanum vekur það meiri athygli að stækka vörulínuna heldur en að selja meira af þeim vörum sem fyrirtækið er nú þegar þekkt fyrir.

Vandamálið er hinsvegar að önnur sterk vörumerki eru nú þegar til staðar á þessum mörkuðum sem hafa yfirburði sem erfitt er að keppa við. Vörumerkið þitt getur verið sterkt en ekki nógu sterkt til þess að leggja alla að velli. Þó auðvitað séu til séu til undantekningar um fyrirtæki sem hafa gert það.

Kjarninn og kjarnavörur fyrirtækisins eru þeir styrkleikar sem fyrirtækið hefur umfram  samkeppnisaðilann. Að teygja vörumerkið yfir á aðrar vörur dregur athygli frá kjarnavörunni sem við viljum alls ekki. Kjarnavaran er sú vara sem við viljum vera hvað mest þekkt fyrir og mikilvægt er að halda aðal athyglinni á henni.

Helstu ástæður fyrir því að fyrirtækjum mistekst að teygja vörumerkið sitt yfir nýjar vörur

  • Ekkert virði

Nýju vörunni mistekst að koma því virði á framfæri sem vörumerkið er þekkt fyrir.

  • Slök framkvæmd

Vanmat á mikilvægi aðgerða um hvernig þú ætlar að byggja upp virði á nýjum markaði.

  • Vanhugsuð áætlun

Klár fyrirtæki velja sér samkeppnisaðila að varkárni þegar ráðist er á kjarnahæfni annars fyrirtækis sem gera hlutina vel.

Hugsið áður en þið framkvæmið.

Þetta er annar hluti af fjórum í hugmyndafræðinni Growing The Core eftir David Taylor. Fylgist með

Hér er fyrsti hluti

Hérna er annar hluti (þessi grein)

Hérna er þriðji hluti

Hér er fjórði hluti

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Viltu heyra í VERT?

* Þarf að fylla út