fbpx

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

by | Mar 1, 2021 | Vöruþróun | 0 comments

Allir hafa heyrt söguna af því þegar Colgate jók söluna hjá sér með því að stækka gatið á túpunni.

Svipaða sögu er að segja af erlendu jógúrt vörumerki.  Fyrir nokkrum árum, jók það vörumerki framlegð sína með því að setja minna jógúrt í hverja dollu og halda sama smásöluverði.  Til að koma í veg fyrir að vörurnar litu ekki út fyrir að vera minni, þá héldu þeir sömu umbúðum, sem þýddi að efst í hverri dollu voru nú nokkrir cm af lofti. Til að réttlæta augljósa minnkun í virði, þá bættu þeir við merkingu á jógúrt-umbúðirnar sem sagði, „Núna er pláss fyrir uppáhalds múlsíið þitt!“ Þeir reyndu (árangurslaust) að staðhæfa að breytingarnar væru til hagsbóta neytenda.

How to Cheat The Customer - or Not! - c3centricity

Stærri pakkning, minna innihald – ekki líklegt til að auka traust.

Það er sífelld áhersla í viðskiptum að bæta framlegð með því að draga úr kostnaði. Þetta á sérstaklega við þegar kreppir að, þegar traust neytenda er lítið og neyslutengd útgjöld (sérstaklega matur) fer hækkandi.

Kostnaðaraðhald getur verið grundvallar drifkraftur framþróunar, með því að hvetja til skapandi vandamálalausna og skilvirkni. En það getur einnig haft neikvæð áhrif á gæði vöru yfir tíma. Neytendur taka ekki endilega eftir einni sparnaðaraðgerð en uppsöfnuð áhrif yfir tíma getur veikt vörurnar efnislega. Sífellt kostnaðaraðhald var mögulega skýringin á því að það var ekkert kjöt í kjötbökunum – back in the day.

Sífellt kostnaðaraðhald skapar tækifæri fyrir ný vörumerki til að ná gæðaforskoti á leiðandi vörumerki.

UNREAL vörumerkið fór á markaðinn í Bandaríkjunum með það markmið að koma með nýja nálgun á útfærslur á vinsælum matvörum frá stóru vörumerkjunum. UNREAL byrjaði með því að „sanna“ að sælgæti þarf ekki að vera ruslfæði.  Fyrstu fimm vörurnar þeirra eru hliðstæður af Reese‘s, M&M, Hnetusmjörs M&M, Snickers, og Milky Way án ódýrra innihaldsefna (korn síróp, hert jurtaolía o.fl.)

Á sama tíma og leiðandi “gæða” vörumerki eru að draga úr kostnaði, virðast búðarbröndin (private labels) að verða meiri að gæðum. Ef “gæða” vörumerki gæta ekki að sér þá getur hin tvíeggjaða braut kostnaðaraðhalds leitt til þess að lítill munur verður á þeim og ódýru búðarbröndunum.

Með sífelldri áherslu á aukna framlegð, þá er mikilvægt að hafa í huga að kostnaðaraðhaldi getur fylgt kostnaður.

Heimild og birt með leyfi Marketoonist.com

Ef þú vilt kynna þér vöruþróun gæti verið gott fyrsta skref að kíkja á þessa fríu ebók frá VERT markaðsstofu

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

“Rétt” gæði

“Rétt” gæði

Í vöruþróun er mikilvægt að skila réttum gæðum til skilgreinds markhóps.  Forsenda þess að vita hver "rétt" gæði eru, er að þekkja þarfir viðskiptavinarins. Það má vel vera að þú getir gert fullkomnari vöru, tæknilegri, flottari, léttari, smartari o.s.frv.  En ef það...