fbpx

“Nice to know” er kjaftæði

by | May 3, 2021 | Auglýsingar, Markaðsmál, Markaðsrannsóknir | 0 comments

Markaðsrannsóknir eru eitt af því mikilvægasta sem markaðsfólk hefur í sínu vopnabúri.

Rannsóknir eiga að minnka fjárhagslega áhættu eða auka fjárhagslegan hag.

Þetta á við þegar verið er að þróa vöru – þá eykur þú fjármagn til rannsókna, til að minnka áhættuna sem eðlilega er fólgin í því að koma með nýja vöru eða þjónustu á markað.

Þetta á líka við þegar verið er að forkanna auglýsingar.  Þá er markmiðið auka vissu fyrir því að auglýsingin virki, og auðvitað laga efnið ef rannsóknir benda til að þær virki ekki.

Það er óþarfi að telja upp dæmi.  Þetta á alltaf við.

Ekki eyða peningum í markaðsrannsóknir ef þú ert bara að kanna eitthvað sem væri “nice to know”.

Rannsakaðu bara ef þú ætlar að byggja ákvarðanir á niðurstöðunum.

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar