fbpx

Að vaxa í gegnum kjarnann – 4. Hluti, Samantekt

by | Apr 7, 2011 | Markaðsmál, Stefnumótun, Vöruþróun | 0 comments

Til að draga saman mikilvægustu atriðin varðandi Growing The Core

Árangursríkur vöxtur krefst samspils milli þeirra þátta sem vörumerkið er nú þegar þekkt fyrir og þeirra þátta sem halda vörumerkinu fersku og viðeigandi.

Drepa aukavörurnar

Losa okkur við allar þær aukavörur sem eru ekki að skila okkur áætluðum hagnaði og eru að trufla og stela virði frá kjarnavörunni okkar sem við viljum vera þekkt fyrir.

Brandaðu þetta eins og Bond

Horfa til baka og muna hvað vörumerkið er þekkt fyrir, horfa fram á veginn og sjá fyrir nýjar tískubylgjur og skoða beina og óbeina samkeppni. Viðhalda góðu samspili milli þessara þátta til þess að bæta og endurnýja vöruna.

Varan og hugmyndin um vöruna

Bjóða fram vöru sem neytandinn hefur áhuga á að kaupa og selja neytendum aukið virði gegnum þá upplifun sem vörumerkið er þekkt fyrir, kveikja tilfinningar og láta vöruna og upplifun vinna saman.

 

Bylgjur Endurnýjunar

Fylgja stefnum og straumum markaðarins og viðhalda endurnýjun á kjarnavörunni í samhengi við það sem er að gerast í umhverfinu. Spyrja sig spurninga  hvar varan er á líftímaskeiðinu. Grípa tækifæri sem eru til staðar, gera kjarnan enþá betri og keppa  að því að ná samkeppnisforskoti þannig.

Ef þessum skrefum er fylgt vel eftir eykur það líkurnar á árangursríkum vexti sem byggja á styrkleikum og kjarnahæfni fyrirtækisins. Það eru þeir þættir sem skapa samkeppnisforskot.

Þetta var fjórði og síðasti hluti í hugmyndafræðinni Growing The Core eftir David Taylor

Hérna er fyrsti hluti

Hérna er annar hluti

Hérna er þriðji hluti

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Allir hafa heyrt söguna af því þegar Colgate jók söluna hjá sér með því að stækka gatið á túpunni. Svipaða sögu er að segja af erlendu jógúrt vörumerki.  Fyrir nokkrum árum, jók það vörumerki framlegð sína með því að setja minna jógúrt í hverja dollu og halda sama...