fbpx

Að vaxa í gegnum kjarnann – 1. Hluti, Vörumerkjaútvíkkun

by | Apr 4, 2011 | Markaðsmál, Stefnumótun, Vöruþróun | 0 comments

Flest fyrirtæki lenda í þeirri stöðu á ákveðnum tímapunkti að sala fer minnkandi, samkeppnin harðnar og tekjur dragast saman. Þessum sömu fyrirtækjum skortir oft hugmyndir til þess að koma sér aftur á strik og vaxa.

Útfrá sjónarmiðum markaðsmanna eru þrjár leiðir til að vaxa

  • Selja meira af núverandi vörum
  • Stækka vörulínu fyrirtækisins með nýjum vörum
  • Leggja niður óarðbærar einingar

Sú leið sem hefur hvað oftast hefur verið farin í þessum efnum er að stækka vörulínu fyrirtækisins með nýjum vörum.

Það hefur þótt  vinsælt hjá stjórnendum sem finna fyrir samdrætti í sölu að koma með nýja vöru fram á sjónarsviðið í þeim tilgangi að vaxa og glæða vörumerkið  lífi. Það vekur meiri athygli heldur en að selja bara meira af þeirri vöru sem þú ert þekktur fyrir og þú ert líklegri til að fá stöðuhækkun ef þú býrð til nýja vöru sem skilar árangri.

Kostir við að teygja vörumerkið á nýjar vörur geta einnig litið vel út í fyrstu vegna þess að neytendur eru líklegri til þess að prófa nýja vöru frá vörumerki sem þeir þekkja og það þarf ekki að leggja jafn mikla áherslu á vörumerkjavitund.

Athyglin ein og sér skiptir hinsvegar ekki öllu máli og staðreyndin er sú að mjög fáum fyrirtækjum tekst að teygja vörumerkið á nýjar vörur með góðum árangri. Rúmlega helmingur þessara nýju vara enda í svokölluðum kirkjugarði vörulínuútvíkkunar sem á endanum getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir vörumerkið og kjarnahæfni fyrirtækisins. Oft eru þetta vörur sem eru langt frá því sem fyrirtækið er þekkt fyrir.

Dæmi um misheppnaðar vörulínuútvíkkanir er þegar Levi’s gallabuxnamerkið fór að framleiða Levi’s jakkaföt, Þegar Cosmopolitan tímaritið fór að gera  Cosmopolitan jógurt og þegar afþreyingarfyrirtækið Virgin fór að framleiða Virgin gosdrykki og vodka.  Til eru fjöldamörg dæmi um fyrirtæki sem fara frá kjarnanum. Ég er viss um að flestir geti nefnt að minnsta kosti eitt.

Haldið ykkur við kjarnastarfsemina.

 

Þetta er fyrsti hluti af fjórum í hugmyndafræðinni Growing The Core eftir David Taylor. Fylgist með

Hér er fyrsti hluti

Hérna er annar hluti

Hérna er þriðji hluti

Hér er fjórði hluti

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Allir hafa heyrt söguna af því þegar Colgate jók söluna hjá sér með því að stækka gatið á túpunni. Svipaða sögu er að segja af erlendu jógúrt vörumerki.  Fyrir nokkrum árum, jók það vörumerki framlegð sína með því að setja minna jógúrt í hverja dollu og halda sama...