fbpx

Að vaxa í gegnum kjarnann – 3. Hluti, Árangursríkur vöxtur

by | Apr 6, 2011 | Markaðsmál, Stefnumótun, Vöruþróun | 0 comments

Eins og var fjallað um í öðrum hluta skiptir kjarnahæfni fyrirtækisins höfuðmáli og við viljum halda athygli á kjarnanum og því sem fyrirtækið gerir vel.

Að vaxa í gegnum kjarnann gerir það sem er sterkt fyrir ennþá sterkara og betra. Það þarf ekki að eyða eins mikið af fjármunum í að koma vörunni á framfæri og lítil aukning í sölu á kjarnavörunni getur skilað meiri hagnaði heldur en mikil aukning á sölu nýrrar vöru. Að vaxa í gegnum kjarnan krefst jafn mikillar sköpunargleði ef ekki meiri en að búa til og setja nýja vöru á markað.

Árangursríkur vöxtur krefst samspils á milli þeirra þátta sem vörumerkið er nú þegar þekkt fyrir og þeirra þátta sem halda vörumerkinu fersku og viðeigandi.  Það þarf að greina hvað samkeppnisaðilar eru að gera og vernda kjarnavöruna. Þegar búið er að taka tillit til þessara þátta þarf að ákveða hverju skal halda, bæta eða sleppa.  Framleiðendum James Bond kvikmyndanna hefur tekist þetta mjög vel. Það þekkja allir frasana: „My name is Bond, James Bond“  og  „Shaken, not stirred“

Þeir hafa í gegnum tíðina haldið í það sem Bond er þekktur fyrir, frasana og ímyndina sem allir þekkja. En til þess að halda vörumerkinu fersku og viðeigandi hafa þeir komið með viðbætur eins og nýjar græjur, sagan er sett í sögulegt samhengi með því sem er að gerast í núinu og fleiri viðeigandi eiginleikum er bætt við kjarnan.

Þegar séð er fram á hnignun í eftirspurn eftir kjarnavörunni er mikilvægt að vera tilbúinn með nýja endurnýjun sem betrumbætir vöruna, eykur virði hennar og gerir góða vöru enn betri. Til dæmis ef þú værir að selja jarðaberjajógúrt þá væri hægt að setja meira af jarðaberjum í jógúrtið, gera umbúðirnar meira aðlaðandi, eða jafnvel bjóða meira magn. Þá ertu að auka virði vörunnar og betrumbæta hana í huga neytanda.

Brandaðu þetta eins og Bond.

Þetta er þriðji hluti af fjórum í hugmyndafræðinni Growing The Core eftir David Taylor. Fylgist með

Hér er fyrsti hluti

Hérna er annar hluti

Hérna er þriðji hluti (þessi grein)

Hér er fjórði hluti

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Allir hafa heyrt söguna af því þegar Colgate jók söluna hjá sér með því að stækka gatið á túpunni. Svipaða sögu er að segja af erlendu jógúrt vörumerki.  Fyrir nokkrum árum, jók það vörumerki framlegð sína með því að setja minna jógúrt í hverja dollu og halda sama...