fbpx

Góðir hlutir gerast stundum hratt

by | Jun 7, 2010 | Markaðsmál | 0 comments

VERT-markaðsstofa og auglýsingastofan Ó! hafa sameinað krafta sína. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu þess efnis.Þetta eru góðar fréttir fyrir alla! Ekki síst Íslendinga.

Með þessari breytingu eru nokkrir af færustu hönnuðum landsins komnir í eina sæng með sérfræðingum VERT-markaðsstofu. Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu þessu tengt.

Fréttatilkynning

Kæru viðskiptavinir, velunnarar og aðrir nær og fjær.
VERT-markaðsstofa og auglýsingastofan Ó! hafa sameinað krafta sína undir merkjum VERT-markaðsstofu.
VERT var stofnuð sumarið 2009 af reynslumiklum aðilum úr viðskiptalífinu. VERT er sölu- og markaðsfyrirtæki þar sem áhersla er lögð á fagleg markaðsleg vinnubrögð við markaðsfærslu viðskiptavina.

Starfsmenn VERT hafa mikla reynslu og þekkingu í markaðs- og sölumálum á Íslandi og hafa stýrt stórum vörumerkjum á innanlandsmarkaði. Meðal verkefna sem VERT hefur sinnt er gerð markaðs- og söluáætlana, stefnumótunarráðgjöf, vörumerkjarýni, nýting samfélagsmiðla, markaðsrannsóknir auk almennrar framleiðslu á auglýsingaefni.

Meðal fyrirtækja sem hafa verið í viðskipum við VERT má nefna 365 miðlar, Hátækni, Eimskip, Lýsi, Freyja, Kreditkort og Opin kerfi.

Auglýsingastofan Ó! var stofnuð 2003 og hafa starfsmenn stofunnar unnið við hönnun og auglýsingagerð til fjölda ára. Ó! hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, bæði hér heima og erlendis. Meðal verðlauna eru Lúðurinn fyrir auglýsingar og umhverfisgrafík, Hönnunarverðlaun FÍT fyrir merki, plaköt, bréfagögn og umbúðir, Graphis Design Gold Awards, Graphis Advertising Gold Awards, Graphis Logo Gold Awards, Graphis Poster Gold Awards og Eulda Logo Awards. Verk stofunnar verið birt í bókum, vefsíðum og tímaritum um hönnun og auglýsingar víðsvegar um heiminn. Meðal viðskiptavina eru Aðföng, Himneskt, Allianz, Domino’s Pizza og Mjólka.

VERT-markaðsstofa mun áfram leggja áherslu á undirbúning markaðsaðgerða, og markaðslega stefnumótun viðskiptavina sinna. Sú nálgun að nota höfuðið áður en þú notar hendurnar mun áfram vera í forgrunni, þ.e. að tól markaðsfræðinnar séu nýtt í auglýsingagerð. Innan stofunnar er í dag að finna færustu sérfræðinga landsins í hönnun, auglýsinga- og markaðsmálum.

Vertara, alla sem einn, hlakkar til að vinna með þér !
Nánari upplýsingar veita Hörður Harðarson, hordur@vert.is, GSM: 858 2121 og Stefán Gunnarsson, stefan@vert.is, GSM: 899 3886

*Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með okkur á Facebook

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Áhrif lita í viðskiptum.

Áhrif lita í viðskiptum.

Litur er tungumál, litur nær athygli þinni. Rétt eins og ilmurinn af uppáhaldsréttnum þínum getur breytt skapi þínu geta mismunandi litir einnig haft áhrif á skapsveiflur þínar. Litir eru óaðskiljanlegur hluti af lífi okkar, við dæmum ástand heilsu okkar, uppskeru...