fbpx

10 algengustu mistök sem frumkvöðlar gera (myndband)

by | Jun 18, 2020 | Markaðsmál, Samfélagsmiðlar, Skemmtilegt | 0 comments

Ef þú gerir engin mistök, er afar hæpið að þú náir að gera eitthvað nýtt og frumlegt.

Eitthvað sem er virkilega áhugaVERT.  Það þýðir þó ekki að þú þurfir að gera öll mistökin.  Sum mistök eru óþarfi 🙂

Eftirfarandi listi af 10 mistökum sem frumkvöðlar gera gjarnan. Guy Kawasaki leiðir hér hóp áhugasamra í sannleikann um þessi mistök.

  1. Að margfalda stórar upphæðir með 1% til að reikna út væntan hluta af markaði sem höfðað er til.
  2. Að stækka of fljótt.
  3. Að fara of fljótt í samstarf eða vera með þráhyggju gagnvart því að fara í samstarf með öðrum.
  4. Að selja hugmyndir með söluræðum í staðinn fyrir að gera frumgerðir til að sýna.
  5. Að nota of margar glærur og of litla leturgerð – PowerPoint villur.
  6. Að gera hluti ekki samhliða, heldur í röð.
  7. Að halda það að 51% eignarhluti í fyrirtækinu jafngildi fullri stjórnun.
  8. Að halda að einkaleyfi geti varið vöruna eða hugmyndina að öllu leiti.
  9. Að ráða fólk með eiginleika sem minna á þig í stað þess að ráða eftir hæfni.
  10. Að vingast við fjárfestana þína.
  11. Að gera ráð fyrir að fjárfestar þínir auki virði fyrirtækisins.

Ps. atriðin eru 11, þó þetta eigi að vera 10 algengustu mistökin.  Skýringin er að Guy reynir alltaf að fara fram úr væntingum 😉


Þesi grein var upphaflega birt 2013 – Myndbandið er þó enn áhugavert og Guy er ennþá snillingur 🙂

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar