Hvorum gagnast þessi frétt meira?

Hvorum gagnast þessi frétt meira?

Ég hef áður minnst á tilraun Vífilfells til að krækja í sneið af þeirri stóru köku sem appelsín markaðurinn er fyrir jólin.

Það er óhætt að segja að Vífilfell sé ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.  Egils Appelsín er eitt fárra íslenskra vörumerkja sem maður hefur á tilfinningunni að séu ósigrandi.

Fréttastofa var með umfjöllun um málið í gær.  Þar var rætt við forstjóra Ölgerðarinnar um málið.  Ekki var rætt við neinn frá Vífilfelli – hvernig sem á því stendur.

Stóra spurningin er þessi; hvorum gagnast svona umfjöllun meira? Vífilfelli eða Ölgerðinni?  Vörumerkinu sem á markaðinn, eða vörunni sem er að koma ný inn?

Ég bendi sérstaklega á lokasetningu/atriði fréttarinnar.  Hefur hún áhrif?

Smelltu á myndina til að sjá fréttina:

Capture

Smelltu á myndina til að sjá umfjöllun Fréttastofu Stöðvar 2 – eða smelltu hér.

TENGDAR GREINAR

Hvað er branding?myndband eða þrjú.

Hvað er branding?myndband eða þrjú.

Það er tiltölulega langt mál að svara þeirri spurningu? Hér eru þó 3 myndbönd sem gera atlögu að því að svara því á áhugaverðan máta. Eitt er alveg víst og mikilvægt að vita. Brand er EKKI logo, það er ekki letur, ...

› Lesa meira
Markmiðasetningmyndband

Markmiðasetningmyndband

Fólk er misjafnt þegar kemur að því að tilkynna markmið sín. Sumir tilkynna hátt og skýrt um leið og búið er að setja nýtt markmið. Aðrir halda því fyrir sjálfan sig – kannski til að þurfa ekki að viðurkenna síða...

› Lesa meira