fbpx

Hvernig kemuru hreyfingu af stað – einstakt myndband

by | Jan 18, 2011 | Branding, Markaðsmál, Stefnumótun | 0 comments

Það er blautur draumur markaðsfólks að ná að koma af stað hreyfingu sem hrífur fólk með sér og verður þess valdandi að alla langar að vera með.

Derek Sivers sýnir hér í einstöku myndbandi hvernig hreyfing verður til og dregur nokkrar áhugaverðar ályktanir:

Nokkur atriði sem má sjá af þessu eru m.a. að leiðtoginn, eða upphafsmaðurinn, þarf að þora að standa einn og útúr.  (Hér er TED fyrirlesturinn ef hann birtist ekki í færslunni)

Fyrsti fylgjandinn er mikilvægasti leikmaðurinn, hann breytir leiðtoganum úr furðufugli og hann kennir hinum hvernig á að fylgja.

Eftir að verulegt fylgi er komið, drífur restin sig að vera með til að verða ekki útundan.  Verða ekki hallærislega útangátta.

Til að draga saman:

  • Hugaðu vel að þeim fyrsta sem vill vera með.  Komdu fram við hann sem jafningja.
  • Leiðtoginn er ekki mikilvægastur, fyrstu fylgismenn eru mikilvægastir.

Niðurstaðan er; ef þú sérð einhvern kleppara gera eitthvað sem er snilld, vertu nógu hugaður til að fylgja.

PS.  Seth Godin hefur skrifað mikið um Tribes.  Bókin hans, Tribes: We Need You to Lead Us er afbragð – hann tók grunn pælinguna fyrir í TED fyrirlestri.

Ef þú vilt aðstoð með markaðsmál, rannsóknir eða stefnumótun getur þú hitt okkur hvar og hvenær sem er (um það bil).

[hubspot type=form portal=1484662 id=61b6f7f7-ce02-41d6-b8e1-d85dcaf6bc60]

Deildu gleðinni

Tengdar greinar