fbpx

Hlutir sem venjulegt fólk segir aldrei um auglýsingar.

by | Jan 13, 2011 | Branding, Markaðsmál | 0 comments

Um daginn skrifaði ég grein sem heitir “Það er öllum sama um þig”.  Það vísar að sjálfsögðu ekki til þín persónulega, heldur vörumerkja og fyrirtækja.

Grunnhugmyndin er að venjulegt fólk er ekki eins upptekið af vörumerkjum og markaðsaðgerðum og fólk sem vinnur við markaðsmál heldur.  Það er eins með þetta og annað, ef þú ert alltaf að hugsa um eitthvað, t.d. vörumerkið þitt og samkeppnisaðila þinna, tekur þú eftir hverri einustu birtingu og hverri einustu birtingamynd þessara vörumerkja.

Þess vegna lætur markaðsfólk oft ótrúlegustu smáatriði fara í taugarnar á sér og að sama skapi hlakkar í markaðsfólki þegar vörumerki samkeppnisaðilans lendir í einhverju vandræðalegur, eða birtist á vandræðalegum stað.

Þú sem markaðsmanneskja ert svo innvinkluð og upptekin af þeim vettvangi sem þú ert að keppa á að þú verður stórlega ómarktæk.

Þegar þú ert kominn með leið á litnum, logoinu eða auglýsingunni, er líklegt að almenningur sé fyrst að taka eftir að þetta er logo eða litur vörumerkisins.

Eftirfarandi eru nokkrar sniðugar setningar sem “venjulegt fólk” mun aldrei segja eða velta fyrir sér varðandi markaðsaðgerðir:

96615728

 

 

 

 

Sjá má mörg fleiri dæmi hér: http://tpdsaa.tumblr.com/

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Handahófs markaðssetning er rugl

Handahófs markaðssetning er rugl

Markaðssetning af handahófi er hörmuleg hugmynd.   Hættu að gera bara eitthvað, svona þegar þú manst eftir því að þú þarft víst að gera eitthvað í marketing. Markaðsstarf gengur útá að auka virði fyrir viðskiptavini þína.  Markaðsstarf kostar peninga.  Það er því sóun...