fbpx
Ef ÉG segi það bilað, þá er það bilað!

Ef ÉG segi það bilað, þá er það bilað!

Flokkar: Blogg Vöruþróun

WTF?!?! og pælingin var???

Stundum sér maður eitthvað og spyr sig; hvers vegna sagði ekki einhver STOP! Í öllu ferlinu sem þetta verkefni fór í gegnum kom gagnrýnin hugsun aldrei fram?  Hvers vegna sagði ekki einhver þetta gengur ekki, þetta virkar ekki, þetta má gera öðru vísi, þetta má nú gera betur eða jafnvel stundum „ÞETTA ER FÁRÁNLEGT!“  Ágætt dæmi er þessi hurð í Egilshöll sem ég hef reyndar bloggað um áður.

Seth Godin hefur velt þessu sama fyrir sér og sýnir nokkur dæmi og reynir að flokka furðulegar ákvarðanir manna.

Við veitum þessu sérstaklega athygli þegar þetta snertir okkur í daglegu lífi.  Stundum er þetta bara fyndið og skiptir ekki nokkur máli, stundum er þetta bara óhagræði en skiptir ekki máli, en því miður er þetts stundum þannig að þetta getur verið hættulegt.

Óháð alvarleika, gerir Seth Godin þetta fyndið og áhugavert.   Hafðu þetta í huga þegar þú hannar nýja vöru eða þjónustu.

Ef notendum finnst það ekki í lagi, þá er það ekki í lagi.  Eða eins og það er orðað í eftirfarandi myndbandi: „If I think its broken, its broken“.

Deildu gleðinni

TENGDAR GREINAR

Æfingin skapar meistarann, líka í vöruþróun!

Æfingin skapar meistarann, líka í vöruþróun!

Flokkar: Markaðsmál Vöruþróun

Þegar hópur vinnur saman að því að þróa nýja vöru eða þjónustu er margt sem getur komið í veg fyrir árangur. Má þar nefna valdabaráttu innan hópsins og tímaskort.  Aðrir þættir eins og reynsluleysi og ofmat á eigin...

› Lesa meira
Að vaxa í gegnum kjarnann – 1. Hluti, Vörumerkjaútvíkkun

Að vaxa í gegnum kjarnann – 1. Hluti, Vörumerkjaútvíkkun

Flokkar: Markaðsmál Stefnumótun Vöruþróun

Flest fyrirtæki lenda í þeirri stöðu á ákveðnum tímapunkti að sala fer minnkandi, samkeppnin harðnar og tekjur dragast saman. Þessum sömu fyrirtækjum skortir oft hugmyndir til þess að koma sér aftur á strik og vaxa. Út...

› Lesa meira