fbpx

Ef ÉG segi það bilað, þá er það bilað!

by | May 29, 2012 | Blogg, Vöruþróun | 0 comments

WTF?!?! og pælingin var???

Stundum sér maður eitthvað og spyr sig; hvers vegna sagði ekki einhver STOP! Í öllu ferlinu sem þetta verkefni fór í gegnum kom gagnrýnin hugsun aldrei fram?  Hvers vegna sagði ekki einhver þetta gengur ekki, þetta virkar ekki, þetta má gera öðru vísi, þetta má nú gera betur eða jafnvel stundum “ÞETTA ER FÁRÁNLEGT!”  Ágætt dæmi er þessi hurð í Egilshöll sem ég hef reyndar bloggað um áður.

Seth Godin hefur velt þessu sama fyrir sér og sýnir nokkur dæmi og reynir að flokka furðulegar ákvarðanir manna.

Við veitum þessu sérstaklega athygli þegar þetta snertir okkur í daglegu lífi.  Stundum er þetta bara fyndið og skiptir ekki nokkur máli, stundum er þetta bara óhagræði en skiptir ekki máli, en því miður er þetts stundum þannig að þetta getur verið hættulegt.

Óháð alvarleika, gerir Seth Godin þetta fyndið og áhugavert.   Hafðu þetta í huga þegar þú hannar nýja vöru eða þjónustu.

Ef notendum finnst það ekki í lagi, þá er það ekki í lagi.  Eða eins og það er orðað í eftirfarandi myndbandi: “If I think its broken, its broken”.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Allir hafa heyrt söguna af því þegar Colgate jók söluna hjá sér með því að stækka gatið á túpunni. Svipaða sögu er að segja af erlendu jógúrt vörumerki.  Fyrir nokkrum árum, jók það vörumerki framlegð sína með því að setja minna jógúrt í hverja dollu og halda sama...

“Rétt” gæði

“Rétt” gæði

Í vöruþróun er mikilvægt að skila réttum gæðum til skilgreinds markhóps.  Forsenda þess að vita hver "rétt" gæði eru, er að þekkja þarfir viðskiptavinarins. Það má vel vera að þú getir gert fullkomnari vöru, tæknilegri, flottari, léttari, smartari o.s.frv.  En ef það...