Stundum sér maður eitthvað og spyr sig; hvers vegna sagði ekki einhver STOP! Í öllu ferlinu sem þetta verkefni fór í gegnum kom gagnrýnin hugsun aldrei fram? Hvers vegna sagði ekki einhver þetta gengur ekki, þetta virkar ekki, þetta má gera öðru vísi, þetta má nú gera betur eða jafnvel stundum “ÞETTA ER FÁRÁNLEGT!” Ágætt dæmi er þessi hurð í Egilshöll sem ég hef reyndar bloggað um áður.
Seth Godin hefur velt þessu sama fyrir sér og sýnir nokkur dæmi og reynir að flokka furðulegar ákvarðanir manna.
Við veitum þessu sérstaklega athygli þegar þetta snertir okkur í daglegu lífi. Stundum er þetta bara fyndið og skiptir ekki nokkur máli, stundum er þetta bara óhagræði en skiptir ekki máli, en því miður er þetts stundum þannig að þetta getur verið hættulegt.
Óháð alvarleika, gerir Seth Godin þetta fyndið og áhugavert. Hafðu þetta í huga þegar þú hannar nýja vöru eða þjónustu.
Ef notendum finnst það ekki í lagi, þá er það ekki í lagi. Eða eins og það er orðað í eftirfarandi myndbandi: “If I think its broken, its broken”.