Í vöruþróun er mikilvægt að skila réttum gæðum til skilgreinds markhóps. Forsenda þess að vita hver “rétt” gæði eru, er að þekkja þarfir viðskiptavinarins.
Það má vel vera að þú getir gert fullkomnari vöru, tæknilegri, flottari, léttari, smartari o.s.frv. En ef það er ekki það sem markhópurinn hefur áhuga á, eða er viljugur að borga fyrir, skiptir engu þó þú “getir” búið til eitthvað fullkomnara.
Varastu þess vegna að reyna bara að selja það sem þú getur framleitt, framleiddu frekar það sem þú getur selt – með hagnaði. Þú verður nefnilega að geta uppfyllt þarfir viðskiptavinarinn með hagnaði.
Ef þú hefur áhuga á vöru- og/eða vörumerkjaþróun gætir þú haft gagn og gaman að ebók sem VERT gaf út um vöruþróun. Þú getur sótt þitt ókeypis eintak hér.