Þegar þú ert kominn með leikáætlun, búinn að setja þér markmið, er oft sterk hvöt að segja frá markmiðinu. Í fræðum sem fjalla um markmiðasetningu er meira að segja haldið fram að þetta sé mikilvægt skref á leiðinni að ná settum markmiðum.
Derek Sivers heldur fram að það sé betra að segja engum frá. Haltu markmiðum þínum fyrir sjálfan þig. Í þessu stutta, skemmtilega myndbandi, kynnir hann niðurstöður rannsókna sem sýna framá að fólk sem opinberar markmið sín er síður líklegt til að ná þeim.
Pæling.
Ps. Ég hef áður skrifað um Dere í greininni “Hvernig kemuru hreyfingu af stað“