fbpx

Vörumerkjaréttur, höfundaréttur og hugverkaréttur.  Hvað hefur það með markaðsmál að gera?

by | Jul 5, 2019 | Efnismarkaðssetning, emarketing, Podcast | 0 comments

🎧Hlustið og njótið hvar sem þú kýst að hlusta á podcast:
– iPhone hja.vert.is/s01e09itunes
– Spotify hja.vert.is/s01e09spotify
– Soundcloud hja.vert.is/s01e09

– eða bara alla þættina hér: podcast.vert.is

 

Vörumerkjaréttur, höfundaréttur og hugverkaréttur. Hvað hefur það með markaðsmál að gera? Reyndar ótrúlega mikið.

Til umræðu í dag er m.a. Vörumerkjaréttur, höfundaréttur og hugverkaréttur. Hvað má og hvað má ekki þegar kemur að notkun á efni og svo ræðum við einfaldlega hverju má stela … það er minna en þú heldur 🙂 Réttara sagt þegar þú heldur að þú sért ekki að gera neitt rangt … þá má vel vera að þú sért að STELA efni. En nánar um það í þættinum.

Fólk sem vinnur við markaðsmál stendur oft frammi fyrir spurningunni um hvort það megi nota ákveðið efni í sínu markaðsstarfi. Það getur verið myndefni, hugmynd, setning, hljóð- eða tónbrot eða nánast hvað sem við getum birt. Vegna þessa fékk MARKAÐSSTOFAN landsins færasta lögfræðing (mín fullyrðing – ekki hennar) í hugverkarétti í þáttinn.

Gesturinn í níunda þætti MARKAÐSSTOFUNNAR og þar með fyrsti gestur okkar EVER er Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur hjá TEGO. Lovísa gerir sitt besta til að útskýra fyrir okkur hugverkarétt, vörumerkjarétt og hvað þetta heitir allt saman.

Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að hér sé um viðtal við fagaðila er engin lögfræðileg ábyrgð er tekin á neinu sem er sagt 🙂
Leitaðu ráðgjafar hjá sérfræðingi ef þú ert í vafa um hvað má og hvað má ekki. Upplýsingar um hvernig hafa má samband við Lovísu fylgja hér f. neðan ef málefnið tengist lagalegum málum, og svo getur þú haft samband við VERT ef málefnið tengist markaðsmálum. Nóg um það – áfram með fjörið.

Í lögunum er vörumerki skilgreint svona – ef þú vinnur við marketing ættir þú að renna í gegnum Lög um vörumerki – 1997 nr.45 22. maí, en hér er 2. gr.

2. gr. Vörumerki geta verið hvers konar sýnileg tákn sem eru til þess fallin að greina vörur eða þjónustu eins aðila frá vörum og þjónustu annarra, svo sem:

 1. orð eða orðasambönd, þar á meðal vígorð, mannanöfn, nöfn á fyrirtækjum eða fasteignum,
 2. bókstafir og tölustafir,
 3. myndir og teikningar,
 4. útlit, búnaður eða umbúðir vöru.

Efni dagsins

Meðal þess sem við fjöllum um í dag er:

 • Hvernig skrái ég merki
 • Hver er munurinn á auðkenni og myndmerki
 • Þarf ég að skrá vörumerkið mitt og hvað er vörumerki
 • Hver eru algengustu vandamálin þegar kemur að því að nefna vörumerki
 • Á ég að skrá merkið mitt um allan heim? Hvað geri ég ef einhver reynir að stela snilldinni minni
 • … og margt fleira

Reyndar var fleira sem kom fram, s.s.:

 • að fyrirtæki geta fengið stóra sekt fyrir það eitt að deila mynd frá viðskiptavin
 • Þú skalt aldrei verða ástfangin af nafni/vörumerki fyrr en þú ert búin að láta Lovísu kanna hvort þú getur notað það
 • Varaðu þig á vinnuheitum, því allt venst
 • Höfundaréttur verður til við sköpun, vörumerkjaréttur við skráningu
 • BREXIT getur þurrkað út réttindi sem þú heldur að þú sért með skráð
 • Og að lokum þú mátt ekki einu sinni nota tilvitnun – það er hugverkastuldur… WHAT? Jebb – LJ útskýrir það betur

 

Öll verðum við fyrir innblæstri af því sem við sjáum og upplifum. Því miður er oft erfitt að vita hver munurinn er á innblæstri og stuldi – reyndar er líka oft auðvelt að sjá að ákveðin verk eru meira en “innblásin” af hugverki annarra.

Hefur þú “stolið” efni?

 

 

Við skorum á þig að fylgjast með – þetta verður áhugaVERT 🙂

Við munum á komandi vikum

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar