fbpx

Kostaðir tenglar og Google auglýsingar (display auglýsingar)

by | Mar 14, 2019 | Efnismarkaðssetning, emarketing, HubSpot | 0 comments

Um Google display auglýsingar og kostaða tengla

Google display auglýsingar

Google myndauglýsingar (display) eru myndaauglýsingar sem birtast þegar vafrað er um netið. Sjá dæmi hér fyrir neðan.

Þær birtast á síðum innan “Google Display Network” sem eru fjölmargar og vinsælar. Þegar smellt er á auglýsingarnar fer viðkomandi á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis eða á aðra fyrirfram ákveðna lendingarsíðu.

Google auglýsingar er hagkvæm leið til að ná til markhópsins og hægt er að beina auglýsingum að áhugamálum fólks, á sérstakar síður eða eftir leitarorðum. Hægt er að stjórna birtingum eins og hversi oft fólk fær auglýsingarnar, á hvaða tíma dags og á hvaða dögum.

Einungis er borgað fyrir smelli en ekki birtingar. Myndauglýsingarnar virka vel þegar auka á vitund fólks á vörumerki eða í almennum auglýsingaherferðum.

Google kostaðir tenglar

Hvað eru kostaðir tenglar?

Kostaðir tenglar eru keyptar leitarniðurstöður á Google leitarvélinni. Sjá dæmi hér fyrir neðan. Kostaðir tenglar birtast í leitarniðurstöðum á fyrirfram ákveðnum leitarorðum. Hægt er að stjórna textanum sem fylgir tenglinum og hvaða síður viðkomandi lendir á þegar hann smellir á tengilinn. Greitt er fyrir smelli en ekki birtingar.

Hvers vegna kostaðir tenglar?

Kosturinn við kostaða tengla er að hægt er að miða á ákveðin leitarorð sem passa vel við framboð viðkomandi fyrirtækis. Kostaðir tenglar birtast þeim sem sýna áhuga á framboðinu á þeim tíma sem þeir sýna því áhuga. Kostaðir tenglar virka vel þegar vefsíðan er ekki ofarlega í náttúrulegri leit á leitarorðum sem passa vel við framboðið. Einnig er það mikill kostur að einungis er greitt fyrir smelli en ekki birtingu. Þannig að greitt er fyrir þá sem sýna auglýsingunni áhuga en ekki öðrum.

Svona vinnur þú með Google auglýsingar

Í byrjun er gerð leitarorða- og samkeppnisgreining.

Eftir það eru leitarorð valin og skipt upp í viðeigandi flokka eftir þema þeirra. Hver leitarorðaflokkur fær 3-4 auglýsingar með mismunandi texta.

Viðeigandi lendingarsíðu er úthlutað á auglýsingarnar, hvort sem um ræðir heimasíðu fyrirtækis, undirsíðu þess eða sérhannaða lendingarsíðu.

Því næst er herferðin sett upp í Google Adwords þar sem fjármagni er deilt á flokkana, boð í leitarorð sett sem og aðrar stillingar varðandi herferðina.

Þegar herferð er farin af stað þarf síðan að fylgjast með nýtingu fjármagns, boðum í leitarorð og hvaða auglýsingar virka best. Þannig er tryggt að fjármagn nýtist með sem bestum hætti. Í byrjun er birtingakostnaður ákveðinn en í lok fyrsta mánaðar er hann endurmetinn með tilliti til árangurs.

Það getur hver sem er sett upp herferðir hjá Google, hvort sem verið er að tala um kostaða tengla eða Display auglýsingar. En ef þú hefur ekki tíma eða kunnáttu gert það fyrir þig.  Sendu póst á birtingar@vert.is, hringdu í 568 7676, fylltu út formið á síðunni eða smelltu bara á þennan hnapp.

Dæmi um Google display auglýsingar

Dæmi um kostaða tengla

Deildu gleðinni

Tengdar greinar