fbpx

Æfingin skapar meistarann, líka í vöruþróun!

by | Mar 28, 2019 | Markaðsmál, Vöruþróun | 0 comments

Þegar hópur vinnur saman að því að þróa nýja vöru eða þjónustu er margt sem getur komið í veg fyrir árangur. Má þar nefna valdabaráttu innan hópsins og tímaskort.  Aðrir þættir eins og reynsluleysi og ofmat á eigin hæfileikum eru einnig mögulega risastór vandamál, sbr. árangur nýrra viðskiptafræðinga verkefninu í eftirfarandi TED myndbandi.

Vöruþróun er þolinmæðisvinna.

Gott samstarf, skýr verkaskipting og stjórnun á verkferlum er lykillinn.  Einnig er mikilvægt að búa til prototýpur eins oft og hægt er. Það jafnast nefnilega fátt á við að reyna og mistakast til að læra.

Þetta myndband er áhugaVERT með ofangreint í huga.  Hugsaðu sérstaklega um þetta þegar þú horfir – stór umbun til þeirra sem ekki kunna neitt leiða til verri niðurstöðu, MIKLU verri. Getur verið að þetta hafi verið eitt af því sem gerðist í íslenska bankakerfinu og í mörgum stórum fyrirtækjum sem fóru í þrot í bankahruninu.  Reynslulaust (kannski vanhæft) fólk stóð frammi fyrir RISA bónusum fyrir að skila „árangri“.  Nú er ekki langt síðan WOW hrundi – hvaða vandamál ætli hafi verið þar af þeim sem nefnd voru að framan? Reynsluleysi, ofmat á eigin hæfi… eða eitthvað annað?

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Áhrif lita í viðskiptum.

Áhrif lita í viðskiptum.

Litur er tungumál, litur nær athygli þinni. Rétt eins og ilmurinn af uppáhaldsréttnum þínum getur breytt skapi þínu geta mismunandi litir einnig haft áhrif á skapsveiflur þínar. Litir eru óaðskiljanlegur hluti af lífi okkar, við dæmum ástand heilsu okkar, uppskeru...