fbpx

Umbunum rétta hegðun

by | Apr 12, 2011 | Markaðsmál, VERT, Þjónusta | 0 comments

Mannskepnan er þeim eiginleika búin að auka alltaf við þá hegðun sem veitir henni mest.  Hvort sem það er meðvitað eða ekki.

Þetta á mjög augljóslega við þegar smíðað er umbunarkerfi fyrir sölumenn.  Ef kerfið er sett þannig upp að ekki er umbunað fyrir að þróa ný sambönd mun sölumaðurinn ekki sjá hag sinn í því að sinna því.

Það sama má segja um viðskiptavini þína.  Ef þú umbunar þeim fyrir að koma snemma, eða bóka snemma, munu stór hluti þeirra breyta hegðun sinni og byrja að bóka snemma.  Það er verulegur hagur fyrir þig.

Hafðu í huga hvaða hegðun þú ert að styrkja þegar þú smíðar markaðsprógrammið þitt.  Taktu tillit til áhrifa sem aðgerðir hafa til lengri tíma.

Sem dæmi má t.d. segja að ef þú umbunar arkitektinum þínum per hurð muntu lenda í því að hurðir byrja að birtast á ólíklegustu stöðum.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar