Bananar eru í einstaklega handhægum umbúðum. Ég held að það sé stór hlut af gríðarlegri velgengni þessa ávaxtar.
Það er til dæmist miklu auðveldara að borða banana undir stýri en appelsínu, svo ekki sé minnst á mangó eða ananas.
Heldurðu að þú myndir borða eins mikið af bönunum ef þeir væru ekki í svona handhægum umbúðum?
Umbúðir eru oft algjört lykilatriði í því að ná árangri með vöru. Umbúðir eru eitt af því sem þarf að huga að snemma í vöruþróunarferlinu.
Oft eru umbúðir ekki það sem fær fólk til að kaupa vörunar þína, en getur verið það sem kemur í veg yfir að fólk nennir að kaupa hana.
Ps. ég ætla að fjalla meira um umbúðir á næstunni – skemmtilegt málefni.