fbpx

Twitter byrjar að sýna myndir

by | Nov 7, 2013 | Samfélagsmiðlar | 0 comments

Twitter sem þekkt hefur verið fyrir einfalda og minimalíska framsetningu á tístum hefur ákveðið að gera breytingu þar á. Í síðustu viku byrjuðu myndir að birtast notendum á „tímalínunni” en áður þurfti fólk að smella á tístin eða tengla í tístunum til að sjá myndir. Myndirnar eru þó ekki í fullri stærði heldur sýnishorn af myndunum sem fólk getur opnað.

Frú Lauga sem hefur staðið sig með prýði í nýtingu samfélagsmiðla sýndi fólki þessi girnilegu jarðarber.

Frú Lauga sem hefur staðið sig með prýði í nýtingu samfélagsmiðla sýndi fólki þessi girnilegu jarðarber.

Til að láta myndir birtast verður að nota myndaþjónustu Twitter eða með stuttmyndbandaþjónustunni Vine sem er í eigu Twitter þar sem skjáskot af myndbandinu birtist. Myndir frá öðrum miðlum eins og Instagram birtast ekki.
Nokkuð ljóst er með þessu er Twitter að beina spjótum sínum að Facebook og Instagram sem hafa ráðið lögum og lofum í birtingu á myndrænu efni á samfélagsvefum. Twitter vill heilla auglýsendur sem vilja birta myndrænt efni án þess að notendur þurfi sérstaklega að opna myndirnar. En Twitter er þessa daga að undirbúa sig fyrir inngöngu á hlutabréfamarkað.

Viðbrögðin
Breytingin hefur lagst misvel í notendur. Sumir sega að þetta gerir notkunina skemmtilegri en aðrir segja að verið sé að eyðileggja það sem Twitter stóð fyrir Sem var einföld og þægileg leið til að lesa skilaboð án þess að myndir trufli það og það sett í hendur notenda hvort það vilji skoða myndir eða myndbönd.
Breytingar á samfélagsmiðlum hefur í gengum tíðin oft haft í för með sér mikil viðbrögð frá fólki. Ósjaldan hafa breytingar á Facebook leitt af sér harkaleg viðbrögð. Með tímanum hefur fólk þó vanist breytingum og tekið þær í sátt.

Hvað með þá sem vilja alls ekki sjá myndir?
Þeir sem nota snjallsíma geta farið í Settings og valið að sjá ekki image preview.
Engin lausn virðist vera fyrir þá sem eru á Twitter í gegnum vafra í tölvunum sínum. En þó má benda á að til að minnka líkurnar á að sjá óæskilegt efni gæti verið gott að fara í Settings og taka hakið af Do not inform me before showing media that may be sensitive.

Tækifæri í markaðssetningu?
Ljóst er að þessar breytingar gefur tækifæri á að nota Twitter betur í sínu markaðsstarfi því myndræn skilaboð hafa virkað betur en bara texti á samfélagsmiðlum. Líkurnar aukast til muna að fylgjendur sjái myndirnar sem póstaðar eru og þær aukast enn frekar ef tístin eru kostuð (promoted tweets).

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir

 

Fjármálaráðuneytið deilir mynd af Bjarna Benediktssyni á fundi fjármálaráðherra Norðurlandanna

Fjármálaráðuneytið deilir mynd af Bjarna Benediktssyni á fundi fjármálaráðherra Norðurlandanna.

Utanríkisráðuneytið póstaði myndum af Gunnari Braga utanríkisráðherra flytja erindi í Ósló

Utanríkisráðuneytið póstaði myndum af Gunnari Braga utanríkisráðherra flytja erindi í Ósló.

Jamie Oliver gaf twitter fylgjendum uppskrift af pastarétt og lét mynd af réttinum fylgja með.

Jamie Oliver gaf twitter fylgjendum uppskrift af pastarétt og lét mynd af réttinum fylgja með.

Hyundai í Bandaríkjunum eru virkir á Twitter og sýna hér fylgjendum myndir af hugmyndabílum.

Hyundai í Bandaríkjunum eru virkir á Twitter og sýna hér fylgjendum myndir af hugmyndabílum.

Nokkuð ljóst að hægt er að gera margt skemmtilegt með þessum nýjungum. Það fyrsta sem fólk þarf að temja sér er að passa upp á að myndin birtist fallega í preview þannig að mikilvæg atriði séu ekki skorin af myndunum.

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar