fbpx

Það er stríð og menn taka fram beittu hnífana

by | Nov 23, 2011 | Auglýsingar | 1 comment

Við sjáum ekki mikið af auglýsingum á Íslandi þar sem hjólað er beint í samkeppnisaðilann.  Að mörgu leyti er það ágætt – slíkar auglýsingar geta verið afar hallærislegar, auk þess sem vafasamt er hve vel slíkt virkar.

Það er þó alltaf gaman að sjá þegar menn gera smekklega árás.  Það er óhætt að segja að Samsung sé ekki að skafa af hlutunum í þessari auglýsingu.  Það er stríð á “smartphone” markaðnum og Samsung er að láta sverfa til stáls.

Í þessari auglýsingu pota þeir í alla veikustu bletti Iphone, auk þess sem þeir gera nett grín að Iphone-fíklum.  Samanber “I could never get a Samsung, I’m creative”.

Hvort sem þetta virkar vel eða ekki, er þetta í það minnsta skemmtilegt.

Ekki tapa gleðinni 😉
Ný Samsung auglýsing

Deildu gleðinni

Tengdar greinar