Ískalt sveitavatn eða kranavatn
Í sumarbústaðarferð upplifði ég eina bestu sönnun þess hvað það skiptir gríðarlegu málið að branda vöru rétt.
Rétt eftir að við komum í sveitina var 5 ára dóttur minni boðið uppá „ískalt sveitavatn“ sem hún þáði. Það sem eftir var ferðarinnar var þetta það sem hún bað alltaf um – „ískalt sveitavatn“
Ég er ekki að gera lítið úr því hvað vatnið í sveitinni er gott, en stóri munurinn á vatninu í sveitinni og vatninu heima er nafnið – brandið. Heima er þetta bara kranavatn.
Lærdómurinn í sögunni er að tilfinningin sem fylgir brandinu er oft það eina sem skilur milli einnar vöru og annarar. Tilfinningin er raunveruleg og þess vegna er munurinn orðinn raunverulegur.