fbpx

Superbowl auglýsingaveisla

by | Jan 28, 2014 | Auglýsingar, Markaðsmál, Skemmtilegt | 0 comments

Einhver umtalaðasti íþróttaviðburður hvers árs er að fara eiga sér stað í kvöld, það er að sjálfsögðu Ofurskálin (e. Super bowl) sem er fyrir þá sem ekki vita úrslitaleikurinn í bandaríska fótboltanum. Þó ansi margir bíði með mikilli eftirvæntingu eftir því að sjá leikinn sjálfann þá er önnur hlið á þessum leik sem fólk er ekki síður spennt fyrir og þá kanski sérstaklega markaðsfólk. Og eru það auglýsingarnar sem fylgja leiknum. Æsingurinn vestanhafs er það mikill að flestir auglýsendurnir hafa gert auglýsingar eða stiklur til að auglýsa auglýsinguna sem þeir ætla að sýna í kringum leikinn í kvöld.

Eins og venjulega þá tjalda fyrirtækin öllu til þegar kemur að gerð auglýsingana enda kosta hverjar 30 sek í birtingu um 4 milljónir dollara. Það er iðulega mikið um stórstjörnur í auglýsingunum og bera auglýsingarnar oft þess merki að hafa verð ansi kostnaðarsamar, og lítur ekki út fyrir að fyrirtæki ætli að slá eitthvað af í ár. Það eru stjörnur á borð við  Arnold Schwarzenegger, Scarlett Johansson, David Beckham, Bono og fleiri góðkunningjar sem munu sjást í auglýsingunum í kvöld.

Forsmekkurinn af því sem koma skal er hér:

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=63b4O_2HCYM’]

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=qjPukKU7dKk&list=PLW8WDQniSGxR0P-2YNUMBphQDHDST5ESv’]

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=gZQogu_rt9Y’]

Fleiri brot og auglýsingar sem væntanlegar eru í kringum Super bowl 2014 má sjá hér

Þar sem flestar auglýsingarnar eru frekar vel gerðar þá snýst þetta að miklu leiti um að vera öðruvísi, standa uppúr, vekja upp tilfinningar og vera eftirminnilegur. Það getur reynst þrautinni þyngri að skara framúr í öllu þessu auglýsingaflóði, sum fyrirtæki eins og Doritos bregða á það ráð að halda keppni þar sem hver sem er getur sent inn auglýsingu í von um að hún verði “Official” super bowl auglýsing Doritos. Svo er önnur fyrirtæki sem skapa sér umtal með því að gera einhverja “skandala” jafnvel láta banna einhverja útgáfu af auglýsingum hjá sér eins og SodaStream hefur gert síðustu tvö ár með því að “gera lítið úr” Pepsi og Coke. Og svo hafa fyrirtæki á borð við internet fyrirtækið GoDaddy getið sér orð fyrir að vera yðulega með frekar óvenjulegar auglýsingar.

Dæmi um auglýsingar sem hafa tekist virkilega vel til hvað varðar að vera eftirminnilegar eru t.d. Budweiser auglýsingin frá 1995 þar sem þrír froskar segja Bud-weis-er ítrekað og varð hún til þess að fólk var með vörumerkið „á heilanum“ í dágóðann tíma eftir birtingu auglýsingarinnar[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=Ki6ClrwhSjk’]

Svo er það klassíkin frá apple árið 1984, auglýsingin sem er stundum sögð hafa „breytt heiminum“ [yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=g_d5R6Il0II’]

Og síðasta dæmið um svo velheppnaða auglýsingu er „The Force“ auglýsingin frá Volkswagen árið 2011, auglýsing sem flestir kannast við[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=R55e-uHQna0′]

Sem sagt…veisla fyrir markaðsfólk og íþróttaaðdáendur!

Deildu gleðinni

Tengdar greinar