fbpx

Skara markaðsfyrirtæki ársins ekki fram úr?

by | Mar 19, 2013 | Markaðsmál | 0 comments

Á nýafstöðnum Ímark degi kynnti Capacent árlega könnun meðal markaðsstjóra.  Niðurstöður hennar eru alltaf áhugaverðar og oft tilefni til umræðu.  En af einhverjum ástæðum hefur engin umræða orðið um sennilega áhugaverðustu niðurstöðuna þetta árið.

Eitt af því sem spurt er um er “hvaða 2-3 fyrirtæki hafa staðið sig vel í markaðsmálum á síðastliðnu ári.  Úr þessu er svo dreginn saman listi.

“Topp tíu í markaðsmálum” er listi yfir þau fyrirtæki er þykja s.s. skara fram úr í markaðsstarfi sínu ár hvert. Það sem vakti athygli okkar hjá VERT er að ekkert af þeim þremur fyrirtækjum sem tilnefnd voru sem markaðsfyrirtæki ársins komust á þennan lista (Marel, Mjólkursamsalan, Ölgerðin). Það er í meira lagi áhugavert. Hver gæti ástæðan verið fyrir því?

Ekkert af þeim þremur fyrirtækjum sem tilnefnd voru sem markaðsfyrirtæki ársins eru á topp 10 listanum.

Eru markaðsstjórar landsins ekki sammála þessu vali dómnefndar frá því í nóvember síðastliðinn?topp10

Er dómnefnd Ímark sem velur markaðsfyrirtæki ársins svona úr takti við markaðsstjóra landsins?  Eða öfugt.

Gæti ástæðan verið sú að í könnunni eru viðmælendur kannski oftast að kalla fram þau vörumerki sem ofarlegu eru í þeirra vitund, frekar en að hugsa til fyrirtækja.  Mörg fyrirtæki, sérstaklega þau sem tilnefnd voru sem markaðsfyrirtæki ársins eru svokölluð hús vörumerkja, (e. house of brands) þ.e. Mjólkursamsalan og Ölgerðin.  Þau leggja oft meira í kynningarstarf á undirmerkjum sínum en sínu eiginlega fyrirtækjanafni.  Því er öfugt farið með þau fyrirtæki sem eru á “topp 10” listanum.

Í það minnsta þykir okkur þetta áhugverð niðurstaða, og minnir okkur kannski á að það er ekkert rétt eða rangt í svona könnunum?

Deildu gleðinni

Tengdar greinar