fbpx

Seth ekki sáttur við að vera kallaður hvalreki

by | Nov 15, 2012 | Branding, Skemmtilegt | 0 comments

Seth Godin yrði líklega ekki sáttur við að vera kallaður hvalreki, en hann er svo sannarlega hvalreki á fjörur markaðsfólks á Íslandi.  Hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari í markaðs- og viðskiptaheiminum.

Fyrirlesturinn verður í Háskólabíó, fimmtudaginn 29. nóvember 2012 frá 900-1200.  Skráðu þig núna hjá ÍMARK.

 

Áður en Seth Godin varð farsæll var hann það alls ekki 🙂  Hann var braskari.  Meðal þess sem hann bjó til var fyrsta fiskabúið og fyrsta arininn á VSH spólu.  Hann gaf líka út bók með email addressum ríka og fræga fólksins. Þessi ævintýri hans urðu honum ekki til fjár.  Jafnvel hefði maður haldið að þetta væru verkefni sem hefðu heldur slæm áhrif á orðspor hans.  Ef svo var, hefur hann svo sannarlega undið ofan af því og gert gott betur.  Í dag er hann einn vinsælasti bloggari heims (Seth’s Blog), gefur út bækur og er afar vinsæll sem fyrirlesari og ráðgjafi.

Grunnskilaboð hans eru að við búum í breyttum heimi vegna netvæðingarinnar.  Fjölmiðlar séu ekki lengur málið.  Heldur verðir þú að búa til þinn “tribe”, þinn dygga hóp fylgismanna.  Þetta gerir þú með því að tryggja að það sem þú gerir sé “remarkable”, eða eins og við hjá VERT höfum orðað það, það sem þú gerir þarf að vera athyglisVERT, áhugaVERT og umtalsVERT.  Það er ekkert leyndarmál að nafn VERT-markaðsstofu er sprottið úr þessari hugsun frá Seth og bókinn hans Purple cow.  Til gamans má líka segja frá því að upphaflega stóð til að logo VERT yrði fjólublá kind – hún Feykirófa okkar – nóg um það.

Ef þú vilt taka forskot á sæluna ættir þú að kíkja á nokkur myndbönd af Seth Godin.

Góða skemmtun.

Seth Godin: The tribes we lead

Kynning sem hann hélt á TED.  Inntakið er gerum eitthvað áhugaVERT 🙂

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=uQGYr9bnktw’]

 

Seth Godin: How to get your ideas to spread

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=xBIVlM435Zg’]

 

The Mindset of a Winner

Be remarkable to create positive buzz

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=KBrRLI4ozag’]

ÁhugaVERT: Þegar þú ert á skíðum er ekki að komast niður fjallið.  Markmiðið er að ná nokkrum góðum ferðum áður en sólin sest.

Seth Godin on social networking.

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=r0h0LlCu8Ks’]

Behind the Brand–Seth Godin

You don’t have a job, you have an opportunity.

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=JecJzrIfdHg’]

 

“All Marketers are Liars” – Seth Godin speaks at Google

Að lokum mjööög langt myndband með kynningu sem hann hélt hjá Google.

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=AZnYRaQfjK4&feature=share&list=PLF069431B87386B3B’]

 

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar