fbpx

Ring og Airwaves

by | Oct 14, 2010 | Auglýsingar, Branding, Kostanir, Markaðsmál | 0 comments

Vörumerkið Ring samdi um réttinn til að styrkja Iceland Airwaves þetta árið (og væntanlega næstu 2 amk). Nýverið hleyptu þeir af stokkunum auglýsingaherferð sem tengist hátíðinni, sjónvarpsauglýsingar, útvarp og fleiri miðlar eru auðvitað nýttir til að hámarka árangur þessarar kostunar.

Auglýsingar eru vel útfærðar, og í þessum “cool” stíl sem hátíðin er svo fræg fyrir. Það sem er spennandi að sjá í framtíðinni er hvernig þeir hjá Ring munu nýta þessa kostun samhliða kostun sinni á þjóðhátíð í Eyjum. Það er stefnumótandi ákvörðun að tengja vörumerki sitt við atburði af þessu tagi. Það sem skiptir mestu máli við að byggja upp rétta blöndu af atburðum/einingum sem kosta á er:

Færri og stærri
Ekki gleyma sér í litlum logobirtingum á öðrum hverju viðburði sem haldin er, focusa á færri og stærri atburði og setja fjármuni í að virkja þær kostanir betur.

Samnýting kostana
Ef nokkrir atburðir tengjast á einhvern hátt, ( sem dæmi má nefna Iceland Airwaves og Músíktilraunir) þá er um að gera að tengja þá einu concepti, og reyna að samnýta auglýsingaefni þeim tengt.

Það verður því gaman að sjá hvaða stefnu Ring tekur í kostunum, hvort að Ring muni einblína á tónlist, og þá auðvitað hvernig Síminn mun breyta sinni kostunarmarkaðssetningu í kjölfarið.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Handahófs markaðssetning er rugl

Handahófs markaðssetning er rugl

Markaðssetning af handahófi er hörmuleg hugmynd.   Hættu að gera bara eitthvað, svona þegar þú manst eftir því að þú þarft víst að gera eitthvað í marketing. Markaðsstarf gengur útá að auka virði fyrir viðskiptavini þína.  Markaðsstarf kostar peninga.  Það er því sóun...