fbpx

MARKAÐSSTOFAN – podcast um markaðsmál

Markaðsstofan er mas um markaðsmál.

Þetta er heimavöllur MARKAÐSSTOFUNNAR.  Hér verður hægt að finna alla þætti, megin efni og allt ítarefni sem fylgir þáttunum.  Við skorum á þig að fylgjast með – þetta verður áhugaVERT 🙂

Við munum á komandi vikum og mánuðum ræða um allt og ekkert sem tengis markaðsmálum. Sumt verður fræðilegt, annað verður ófræðilegt. Stundum munum við ræða það sem er að gerast í dag, s.s. herferðir sem eru áberandi og stundum munum við ræða eitthvað þurrt og drepleiðinlegt – fyrir þá sem ekki eru markaðsnerðir.

Allir þættir hingað til:

Þáttur 1 – Áætlanagerð

Meðal þess sem við ræðum er:

  • Helstu afsakanir fyrir því að gera ekki áætlanir
  • Hví gerum við áætlanir
  • Aðferðafræði og nokkur tól sem nota má

og sitthvað fleira.

Ef þú lærir eitthvað í dag er það vonandi að:

  • það borgar sig að gera markaðsplan
  • það er minna mál en þú heldur
  • það er einfalt að fá aðstoð (migvantarhjalp@vert.is)
  • Áætlunardagatal VERT er væntanlegt (cal.vert.is)

og að lokum:

Hver á að gera hvað, hvenær og hvað á það að kosta.

Við þökkum kostanda þáttarins, Virtus, fyrir.

Svo að algjörlega lokum, nokkur góð ráð:

Kynning byggð á þessu podcasti, eða öfugt, má finna HÉR

Þáttur 2 – S01E02 – Markaðsdrifið fyrirtæki

Þáttu 2 er kominn í loftið.

Í þættinum ræðum við um það að vera  markaðsdrifið fyrirtæki.  Við ræðum um kosti þess fyrir fyrirtæki að vera markaðsdrifin, frekar en að vera söludrifin, vörudrifin eða framleiðsludrifin.

Kostandi þáttarins er Lýsi.

Þáttur 3 – S01E03 – INBOUND VS OUTBOUND MARKETING

Loksins fór þessi þáttur í loftið í lok nóvember.

Efni þriðja þáttar er Inbound vs. outbound marketing, eða hver er munurinn á inbound marketing og outbound marketing.

Undanfarin ár hafa ýmis markaðshugtök komist í tísku og mögulega má segja að Inbound marketing sé eitt þessara tískuhugtaka.  Önnur sem falla í þennan flokk eru locatioin marketing, destination marketing, permission marketing, personal branding o.fl.  Oftast eru þetta hugtök sem leggja áherslu á eitthvað ákveðið svið eða einhverja ákveðna aðferðafræði.  Sjaldan er í raun um eitthvað nýtt að ræða, annað en áherslubreytingu.

Annað málefni sem kemur uppí hugann þegar verið er að skoða vinsæl markaðs hugtök er þýðingin á þeim.  Það er mikið af hugtökum sem ekki er búið að sammælast um hvernig eigi að þýða, eitt þeirra er inbound marketing.  Okkar hugmynd er að þýða það sem innvær markaðsfærsla – við erum þó svo sannarlega opin fyrir hugmyndum 🙂

Í þessum þætti er ekki farið djúpt í hvernig innvær markaðsfærsla virkar.  Aðal áherslan er á að skilgreina og skýra inbound og outbound og fara í hver munurinn er á þessu tvennu.  Þetta er ekki mjög flókið, en þess vert að fara í gegnum það.  Í þætti 4 munum við svo fara ítarlegar í það hvað inbound er og hvernig þú nýtir þér inbound marketing.

Við endum þátt #3 á því að smá níði og hraustlegu hrósi.

Góða skemmtun!

Áætlunardagatal VERT er enn til.  Þú getur fengið sent eintak.  Bara skrá sig hér: cal.vert.is

 

Þáttur 4 – INBOUND MARKETING BASICS


Allt sem þú hefur nokkurn sinnum viljað vita um Inbound marketing, eða innværa markaðsfærslu eins og við ákváðum að kalla það á íslensku.

Hvað er inbound marketing grein – inbound.vert.is

Þáttur 5 – Höfuðsyndirnar 7 í efnismarkaðssetningu

Við töluðum um höfuðsyndirnar 7 í efnismarkaðssetningu.
Hverjar eru þær og hvenær nákvæmlega ræðum þær?
Syndirnar og tímasetningar:
1. Ég um mig frá mér til mín – 3:35
2. Of langt – 6:20
3. Of faglegt – 8:20
4. Ekki aðgerðarhæft –12:00
5. Illa framsett – 14:40
6. Illa skrifað eða ekki vel komið á framfæri – 16:20
7. Stendur ekki við stóru orðin – 18:20

Að lokum viljum við óska ykkur gleðilegs nýs árs og óskum ykkur velfarnaðar í markaðsstarfinu árið 2019.

P.s. Ef þú þekkir einhvern sem gæti haft gagn og gaman að þá skaltu ekki hika við að deila hlaðvarpinu með þeim.

Kostandi þáttarins er protin.is

Þáttur 6 – Super Bowl 2019, AUGLÝSINGAR

Super Bowl LIII (53) fór fram núna sunnudaginn 3. febrúar.  Skemmst er frá því að segja að leikurinn var ekki skemmtilegur.

Í tilefni dagsins tylltum við okkur niður og ræddum það sem við höfum skoðun á…  Auglýsingarnar sem voru birtar í kringum leikin.

30 sekúnda auglýsing kostaði 5.25 milljónir dollara eða 631.417.500 kr íslenskar!! Það er eins gott að vanda til verka þegar svona mikið er lagt undir.

Við tókum saman helstu auglýsingarnar þær sem okkur fannst bestar, sístar og þær sem féllu þar á milli og ræddum meðal okkar. Þú getur hlustað á okkur ræða það í öllum helstu stöðum sem þú hlustar á Hlaðvörp.

Eða bara hér 🙂

Hér getur þú svo séð playlista sem við tókum saman með helstu auglýsingnum

Playlisti augl.:
hja.vert.is/superbowl2019

Kostandi þáttarins er:

Þáttur 7 – HVAÐ ER CRM – það er sölu- og markaðsmál – STJÓRNUN VIÐSKIPTATENGSLA

Stjórnun viðskiptatenglsa, eða CRM, er ekki eitthvað kerfi sem forstjórinn vill koma á eða tölvudeildin er að reyna að innleiða!

Hlustaðu vel – CRM er sölu og markðasmál, þ.e. ef þú vilt vera fagmaður í sölu- og/eða markaðsmálum.  HLUSTAÐU VEL!

Ef þú vilt vita eitthvaðu um CRM skaltu:

  1. hlusta vel á þennan þátt: hja.vert.is/s01e07itunes eða hja.vert.is/s01e07
  2. Lesa: Hvað er CRM – Stjórnun viðskiptatengsla
  3. Lesa: Hver ætti að nota CRM?
  4. Lesa: Hvenær er rétti tíminn fyrir CRM kerfi?
  5. Að lokum gætir þú kíkt á þessa síðu um CRM og hvernig þú getur fengið CRM kerfi ÓKEYPIS

Nú svo getur þú auðvitað bara bókað fund og VERT setur upp hjá þér ÓKEYPIS CRM kerfi – byrjum samt á stuttum fundi 🙂

Bókaðu fund án skuldbindingar og ábyrgðar hér – BÓKA.

Næsti þáttur verður um VERÐ – Hvers vegna er það kallað eitt að “P-unum”?

Þáttur 8 – VERÐ er efiðasta P-ið!

Vara, verð, vettvangur, vegsauki – þetta er söluráðarnir sem þú hefur til umráða til að búa til virði. Þetta eru þessi klassísku 4P (Product, price, place & promotion) – 4 vöff á íslensku.
Það er talað um samval söluráða eða “the marketing mix” þegar vísað er til þess að beita þessum mikilvægu markaðslegutólum.
Í þættinum í dag fjöllum við um VERÐ. Verð er mikilvægasta “P-ið”.

Skýring: Þú notar alla söluráðana til að búa til virði. Vara, vettvangur og vegsauki (auglýsingar) kosta þig peninga. Eina leiðin til að fá fjárfestinguna til baka er VERÐ. Því er það mikilvægast.

Hlustaðu vel – VERÐ er VIP!

Þú getur hlustað á okkur ræða hví verð er VIP á öllum helstu stöðum sem þú hlustar á Hlaðvörp.🎧

Þú finnur alla þætti MARKAÐSSTOFUNNAR á www.vert.is/podcast
Góða skemmtun!

Þú finnur VERT markaðsstofu á helstu samfélagsmiðlum hér:
VERT á facebook: www.facebook.com/VERTmarkadsstofa/
VERT á Instagram: www.instagram.com/umtalsvert/
VERT á Twitter: www.twitter.com/umtalsVERT

Þáttur 9 – eitthvað um höfundarréttarmál

Gesturinn í níunda þætti MARKAÐSSTOFUNNAR og þar með fyrsti gestur okkar EVER er Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur hjá TEGO – www.tego.is

Lovísa gerir sitt besta til að útskýra fyrir okkur hugverkarétt, vörumerkjarétt og hvað þetta heitir allt saman.

Vert er að hafa í huga að þrátt fyrir að hér sé um viðtal við fagaðila er engin lögfræðileg ábyrgð er tekin á neinu sem er sagt 🙂

Til umræðu í dag er m.a. Vörumerkjaréttur, höfundaréttur og hugverkaréttur. Hvað má og hvað má ekki þegar kemur að notkun á efni og svo ræðum við einfaldlega hverju má stela … það er minna en þú heldur 🙂 Réttara sagt þegar þú heldur að þú sért ekki að gera neitt rangt … þá má vel vera að þú sért að STELA efni. En nánar um það í þættinum.

Nánari ummfjöllun um efni þáttarins er hér.

Þáttur 10 – Hlaðvarp um hlaðvarp – þ.e. markaðslegur hagur af hlaðvarpi (podcasting)

KÓNGURINN verður á vettvangi!

Að lokum þetta:

Þú finnur VERT markaðsstofu á helstu samfélagsmiðlum hér:
VERT á facebook: www.facebook.com/VERTmarkadsstofa/
VERT á Instagram: www.instagram.com/umtalsvert/
VERT á Twitter: www.twitter.com/umtalsVERT

Góða skemmtun!

 

 

Vertu með á póstlista Markaðsstofunnar

Við tilkynnum þegar nýir þættir fara í loftið og svo spyrjum við mögulega vini MARKAÐSSTOFUNNAR hvað betur má fara.