fbpx

Hver ætti að nota CRM?

by | Feb 21, 2019 | HubSpot | 0 comments

Hver notar CRM? Stutta svarið er að öll fyrirtæki sem vilja halda góðu sambandi við, og vilja veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu, hafa hag af CRM kerfi.  Ef við reynum að fara ýtarlegar í það má segja að það séu tvær forsendur sem eru mikilvægar:

  • B2B fyrirtæki sem þurfa að fylgjast vel með sölutækifærum (leads) og viðskiptavinum sem eru með langan kauphring (sales cycles), einnig ef það eru mikil tækifæri að uppselja eða færa viðskiptavini upp í söluflokkum.
  • B2B fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu sem krefst ígrundaðra kaupa, þar sem kaupákvörðunin er flókin.

Að því sögðu er rétt að taka fram að það er mikið af fyrirtækjum sem falla eftir vill ekki augljóslega undir þessi 2 atriði, en hafa samt verulegan hag af því að nota CRM kerfi.  Önnur leið sem fara má við að meta hvort CRM kerfi er eitthvað fyrir þitt fyrirtæki er að skoða málið með hliðsjón af þeirri þjónustu sem þú vilt veita og út frá þeim áskorunum sem starfsfólkið stendur frammi fyrir.  Svo dæmi séu tekin:

  • Hefur þú haga af því að hafa samskiptaupplýsingar og samskiptasögu á einum miðlægum aðgengilegum stað?  Eru þessar upplýsingar á nokkrum mismunandi stöðum í dag?
  • Eru viðskiptavinir þínir reglulega í samskiptum við mismunandi aðila innan fyrirtækisins?
  • Vantar þig leið til að skilja betur og ná utan um framleiðni hjá söluteyminu þínu?
  • Vantar betri ferla í sölustarfinu þínu?
  • Ertu að selja þín vöru eða þjónustu útfyrir það sölusvæði sem þú þekkir vel?  Það er að segja ertu í útflutningi?

Ef þú svarar einni af þessum spurningum játandi myndi CRM kerfi henta þér og þínu fyrirtæki.

Þú þarft ekki óttast kostnaðinn – kerfið getur verið ókeypis!
þú ættir að óttast fórnarkostnaðinn að vera ekki með réttu CRM tólin.

 

Þú getur fundið aðra, ekki síður áhugaverða um CRM hér
– 
Hvað er CRM – Stjórnun viðskiptatengsla

 

Kynntu þér kosti ókeypis CRM kerfis sem uppfyllir þarfir kröfuhörðustu viðskiptavina.

CRM kerfi HubSpot er ókeypis – að eilífu! Ekkert smáaletur.
HubSpot CRM felur í sér allt sem þú þarft til að skipuleggja, fylgjast með og næra sölutækifæri og viðskiptavini
– OG aftur, það er 100% ókeypis, um alla tíð.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar