fbpx

Og hvað á brandið að heita? Hvaða merkingu hefur vörumerkið þitt?

by | Apr 8, 2014 | Branding | 0 comments

Ég verð að lýsa yfir ánægju með nafnið á nýju samlokunum hjá Stöðinni –  Dagnýjar samlokur. Þær eru útbúnar í dag og seldar í dag – Dagnýjar.

Það getur verið erfitt að velja nafn á nýtt fyrirtæki eða nýja vöru.  Helst viltu að nafnið sé athyglisvert, áhugavert og umtalsvert.

Athyglisvert svo fólk staldri við.  Áhugavert svo fólk kynni sér það betur, og umtalsvert svo þetta títt nefnda fólk, sem þú vaktir athygli og áhuga hjá, minnist á nafnið í ræðu og jafnvel rit.

Ef að þér tekst að ná athygli og vekja athygli með nafninu þarf að vera einhver skýring á bak við það hvers vegna þetta nafn varð fyrir valinu.  Einhver saga sem skýrir hvernig þetta varð nafnið á vörumerkinu.  Þannig myndar þú tengingu við vörumerkið.

Við fáum oft spurninguna; hvers vegna heitið þið VERT? Stutta svarið er: því allt sem þú gerir á helst að vera athyglisVERT, áhugaVERT og umtalsVERT.  Þannig nærðu hámarks árangri.

Í tilfelli samlokana sem ég minntist á í byrjun segir sagan á bak við nafnið sig alveg sjálf.  Þú áttar þig strax á “sögunni”.  Þú skilur fyrir hvað varan stendur, auk þess er þetta sniðugur orðaleikur og orðasmíði.

Því segi ég vel gert Shell, eða Stöðin eða er það Skeljungur.

Dagnýjar samlokur – vel nefnd vara

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Handahófs markaðssetning er rugl

Handahófs markaðssetning er rugl

Markaðssetning af handahófi er hörmuleg hugmynd.   Hættu að gera bara eitthvað, svona þegar þú manst eftir því að þú þarft víst að gera eitthvað í marketing. Markaðsstarf gengur útá að auka virði fyrir viðskiptavini þína.  Markaðsstarf kostar peninga.  Það er því sóun...

Áhrif lita í viðskiptum.

Áhrif lita í viðskiptum.

Litur er tungumál, litur nær athygli þinni. Rétt eins og ilmurinn af uppáhaldsréttnum þínum getur breytt skapi þínu geta mismunandi litir einnig haft áhrif á skapsveiflur þínar. Litir eru óaðskiljanlegur hluti af lífi okkar, við dæmum ástand heilsu okkar, uppskeru...