fbpx

Nýtt og betra! Það er ekki nóg að setja það bara á kassann.

by | Feb 22, 2019 | Auglýsingar, Vöruþróun | 0 comments

“Eskimos have 100 words for snow. Marketing has 100 ways to say ‘New and Improved.'”

Getur verið að ef vörumerki þarf að skrifa með stórum stöfum að það sé „nýtt og betra”, að þá er það líklega ekki neitt rosalega nýtt eða mikið betra.  „Nýtt og betra“ stimpillinn er ein auðveldasta og því miður slakasta markaðstrix sem til er.   Á ákveðnum tímapunkti í mínu lífi velti ég því til dæmis fyrir mér hvort að það væri raunhæft að koma svona rosalega oft fram með nýjar og betri barnableyjur.  Hversu rakadrægar viljum við í raun að þær séu?

Markaðsfólk notar þennan „stimpil” oft til að búa til nýtt twist á gamla þreytta vöru/vörumerkið, en það er oft ekki mikið meira en bara merkimiðinn.

Ástæðan fyrir því hve vinsælt þetta „trix” er, er að þetta virkar.  En það hættir að virka ef það er ekkert á bakvið það.  Vörumerki þurfa að halda áfram að þróa sínar vörur – líka þessar gömlu og þreyttu.  ATH. Þá verða þær ekki þreyttar og gamlar 😉

Birt með leyfi Tom Fishburne (C)

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Kostnaðaraðhald getur verið hrikalega dýrt!

Allir hafa heyrt söguna af því þegar Colgate jók söluna hjá sér með því að stækka gatið á túpunni. Svipaða sögu er að segja af erlendu jógúrt vörumerki.  Fyrir nokkrum árum, jók það vörumerki framlegð sína með því að setja minna jógúrt í hverja dollu og halda sama...