fbpx

Microsoft með nýtt logo (myndband)

by | Aug 24, 2012 | Branding | 0 comments

 

Fyrirtæki eru mis íhaldssöm þegar kemur að logoi félagsins.  Sum félög breyta eða uppfæra reglulega.  Önnur helst aldrei.

Microsoft uppfærði sitt merki nýlega, eftir að hafa verið með sama logo-ið í 25 ár.  Nýja merkið er afar stílhreint og laust við alla “stæla”.

Fyrirtæki eiga að vera íhaldssömu þegar kemur að merki félagsins.  Það er ekkert stórmál að gera litlar uppfærslur og lagfæringar, en verulegar breytingar á ekki að gera nema að baki liggi góðar málefnalega ástæður.

Helstu ástæður fyrir því að fyrirtæki uppfæra merkin sín eru

  • kaup eða samruni við annað fyrirtæki,
  • nafnabreyting,
  • endurlífgun (uppfærsla vegna þreytur),
  • verulegar skipulagsbreytingar fyrirtækis eða
  • Merkið virkar bara ekki, oft vegna þess að það er einfaldlega ljótt.  Stundum kallað á ensku “functional malfunction”.
Nýja merki Microsoft er mjög í línu við það sem fyrirtækið hefur verið að gera undanfarin ár, t.d. í mobile stýrikerfinu sínu.  Auk þess er komin skemmtilegur fjölskyldusvipur á með móður merkinu og öllum undirmerkjum.  Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi.

 

Logo til1975

 

Merki félagsins frá 1975-1987

 

Logo frá 1987-2012

 

Nýja Microsoft merkið. Birt fyrst 2012.

 

 

 

Til gamans má til hliðsjónar sjá hvernig merki Apple hefur breyst í tímans rás:

 

Áður fjallað um logo breytingar:

https://vert.is/umtalsvert-bloggid/branding/breyta-logo/

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Handahófs markaðssetning er rugl

Handahófs markaðssetning er rugl

Markaðssetning af handahófi er hörmuleg hugmynd.   Hættu að gera bara eitthvað, svona þegar þú manst eftir því að þú þarft víst að gera eitthvað í marketing. Markaðsstarf gengur útá að auka virði fyrir viðskiptavini þína.  Markaðsstarf kostar peninga.  Það er því sóun...

Áhrif lita í viðskiptum.

Áhrif lita í viðskiptum.

Litur er tungumál, litur nær athygli þinni. Rétt eins og ilmurinn af uppáhaldsréttnum þínum getur breytt skapi þínu geta mismunandi litir einnig haft áhrif á skapsveiflur þínar. Litir eru óaðskiljanlegur hluti af lífi okkar, við dæmum ástand heilsu okkar, uppskeru...