fbpx

Lítið sem ekkert vörumerkjavirði?

by | Oct 24, 2012 | Branding, Stefnumótun, Þjónusta | 0 comments

Í gær yfirtók ferðaskrifstofufyrirtækið WOWair ferðaskrifstofuna Iceland Express.   Eitt af því athyglisverða í því yfirtökuferli er að vörumerkið Iceland Express verður lagt á hilluna.

Það verður að teljast athyglisverð ákvörðun að vörumerki sem byggt hefur verið upp frá árinu 2003, sé ekki álitið sterkara en svo.

Fuglinn floginn

Sterk vörumerki eru ekki byggð á einum degi, sérstaklega í ferðaþjónustuiðnaði þar sem lykilmarkhópar er að finna á alþjóðlegum mörkuðum.  Því er þetta kjarkmikið skref hjá Wow án nokkurs vafa, og kannski áfellisdómur yfir vörumerkjauppbyggingu Iceland Express.  Eða hvað?  Ekki má heldur vanmeta hversu erfitt það yrði að leggja niður “eigin” vörumerki fyrir það sem keypt er, þar þarf einnig að yfirstíga ákveðna tilfinningasemi væntanlega.

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Markaðsleg áramótaheit

Markaðsleg áramótaheit

Það er aldagömul hefð að strengja áramótaheit.  Andstætt því sem margir virðast halda verða þau ekki að tengjast holdarfari 🙂 Áramótaheit tengjast gjarnan því að standa sig betur, vera betri, gera betur.  Notum tækifærið núna og strengjum nokkur markaðslega...