fbpx

Kynþáttafordómafyllsta auglýsing allra tíma?

by | May 2, 2013 | Auglýsingar, Blogg, Samfélagsmiðlar, Skemmtilegt | 0 comments

Eftirfarandi auglýsing hefur verið kölluð kynþáttafordómafyllsta auglýsing allra tíma. Óháð því hvort það er rétt eða ekki hefur Mountain dew tekið on-line auglýsingu með geitinni Felicia úr birtingu og fjarlægt af öllum vefsíðum sem þeir hafa stjórn á.
Auglýsingin sýnir konu sem er illa farin eftir ofbeldi reyna að bera kennsl á ofbeldisaðilann.  Í uppröðuninni eru 5 þeldökkir karlmenn og áðurnefnd geit. Meðan “lineup-ið” er í gangi er Felicia (geitin) með hótanir.  Ef maður sér þessa auglýsingu staka er hún óskiljanleg, en sjón er sögu ríkari:

Ef myndbandið spilast ekki má sjá að hér

En til að setja geitina Felicia í samhengi þá er hún hluti af On-line herferð sem Mountain dew í Bandaríkjunum hefur verið með í gangi.  Felicia hefur birst áður og vakti nokkra athygli og forvitni (grein á Adweek).  Markmiðið var augljóslega að gera eitthvað athyglisVERT, áhugaVERT og umtalsVERT.  Það tókst vissulega, en það er ekki mjög skrítið að auglýsingin hér fyrir ofan þyki ganga of langt.

Fyrri auglýsingar

Deildu gleðinni

Tengdar greinar