fbpx

Ímynd er ekki fúkyrði!

by | May 4, 2010 | Branding, Markaðsmál, Stefnumótun | 0 comments

Á föstudaginn (30. apríl 2010) hélt ég fyrirlestur í skólastofu Ímark um Uppbyggingu vörumerkja.
Um var að ræða upprifjun og ágrip þess helsta sem Kevin Lane Keller fór í gegnum á Ímark deginum.

Þar sem þetta var síðasta skólastofan á starfsárinu var Ímark félögum og gestum þeirra boðið frítt á stofuna. Ég þakka öllum þeim sem mættu kærlega fyrir samveruna.

Uppbygging og stjórnun vörumerkja er einn mikilvægast þáttur markaðsstarfs. Það var því kjörið að rifja upp helstu hugtökum og aðferðum vörumerkjastjórnunar.

Hér má skoða glærurnar, auk ítarefnis.

Hér fyrir neðan má finna ítarefni frá Keller.
Fyrst má hér sjá grein þar sem hann fjallar um 3 lykil tól til uppbyggingar vörumerkjavirðis.
Módelin eru BRAND POSITIONING (POP/POD), BRAND RESONANCE (Pýramídinn) og BRAND VALUE CHAIN.

BRAND PLANNING – grein eftir KELLER

Eftirfarandi eru svo greinarnar tvær sem Keller vísaði til í heftinu sem afhent var á ÍMARK-daginn. Báðar þessar greinar eru skyldulesning ef þú hefur verulegan áhuga á BRANDING.
THREE QUESTIONS YOU NEED TO ASK ABOUT YOUR BRAND

CUSTOMER BASED BRAND EQUITY MODEL

Að lokum er svo hægt að hala niður kynninguna hér á pdf: ÍMYND ER EKKI FÚKYRÐI! (kynning á pdf-sniði)

Deildu gleðinni

Tengdar greinar