Mikilvægt er að mæla árangur af markaðsaðgerðum til að sjá hvort fjármagni og tíma hafi verið sinnt í aðgerðir sem skili fyrirtækinu einhverju til baka. Hvort markmiðum sem lagt var upp með í áætlun hafi verið náð varðandi sölu og vitund og hvort heildarvinnan hafi hreinlega borgað sig. Þá er einnig betur hægt að sjá hvað vel var gert og hvar er hægt að bæta sig.
Auðvelt er að mæla áhrif Relationship Marketing. Hægt er að skoða hversu margir versla aftur, hvaða viðskiptavinir eru verðmætastir, hverjir eru móttækilegastir gagnvart skilaboðum. Mæla hversu margir af þeim viðskiptavinum sem haft var samband við skiluðu sér í aukinni sölu eða auknu virði. Einnig er hægt að mæla líftímavirði viðskiptavina útfrá meðallíftíma og meðalkaupum þeirra og nota tölulegar niðurstöður sem grundvöll til frekari markaðsaðgerða. Með auknum samskiptum við viðskiptavini er einnig betur hægt að mæla ánægju þeirra og byggja upp tryggð.
Hægt væri að nýta boðleiðir til þess að senda viðskiptavinum kannanir um hvar væri hægt að bæta ýmsa ferla og bjóða viðskiptavinum að vera meiri þátttakandi í fyrirtækinu. Skapa hreyfingu með jákvæðu viðhorfi og umtali viðskiptavina. Allt í þeim umbóta tilgangi að þjóna viðskiptavinum enn betur og bjóða þeim meira virði en samkeppnisaðilinn.
Í lokin er teknir saman helstu kostir og gallar við Relationship Marketing og hvað ber að varast við að byggja brú milli fyrirtækisins og viðskiptavina.
Kostir:
- Heldur vel utan um viðskiptavini
- Hægt að koma í veg fyrir brottfall viðskiptavina með skjótum viðbrögðum
- Langtímavirði viðskiptavina og tryggð
- Auðvelt að mæla árangur
- Upplýsingaöflun til að styðja ákvörðunartöku
- Færi á að veita betri þjónustu
- Færi á að selja núverandi viðskiptavinum meira
Gallar:
- Fólki þykir óþæginlegt að gefa upp upplýsingar um sig
- Getur verið dýrt að innleiða stór upplýsingakerfi