fbpx

Hvernig getur sami saurinn, komið fyrir sama gaurinn tvisvar?!!

by | Apr 30, 2019 | Auglýsingar, Boðmiðlun, Markhópur | 0 comments

Jeff Bridges er drullu svalur gaur – hann er Gaurinn – the Dude!  Ef þú ert í einhverjum vafa hversu svalur hann er og hversu mikið gull af manni þá skaltu hlusta á þetta hlaðvarp.  Hér segir hann frá því hvað mótaði hann í lífinu, hvernig hann nálgast lífið og hvað hann metur í lífinu. Gott stöff 🙂

En þrátt fyrir að hann sé svona rosalega svalur, hvernig dettur mönnum í hug að nota sama gaurinn í tvær mismunandi bjórauglýsingar á einu ári??  Jeff Bridges er núna í samstarfi við Amstel (sem er í eigu Heineken) með nýjar auglýsingar, þrátt fyrir að það sé innan við hálft ár síðan hann var í Stella Artois auglýsingu fyrir Super bowl LII – báðar þessar auglýsingar eru hér fyrir neðan.

Því spyr ég:Hvernig getur sami saurinn, komið fyrir sama gaurinn tvisvar?!!”  Reyndar er svarið við því hér alveg neðst, ásamt hver sagði þessa setningu upphaflega.

Nýja Amstel JB auglýsingin

 

Super bowl LII – JB auglýsingin

En hvers vegna velur Amstel JB – þrátt fyrir Stellu dæmið?

Vegna þess að hann mældist vel – JEBB! Erlendis mæla fyrirtæki ýmsa þætti, reyndar flesta þætti sem snúa að augýsingunum þeirra – en nánar um það síðar.

En hvers vegna kom nýleg Stella auglýsing ekki í veg fyrir að JB yrði fyrir valinu? Skýringin er í grunninn að þetta er auglýsing fyrir annan markhóp á öðrum markaði.  Amstel metur (og mældi væntanlega) það sem svo að í Bretlandi hafi Stella Super bowl auglýsingin ekki haft þau áhrif að JB sé tengdur því merki og því hafi það ekki neikvæð áhrif.

Maður hefði haldið að dreifingin á netinu gerði það að verkum að allir væru búnir að sjá JB í Stellu auglýsingunni, en raunin er auðvitað að venjulegt fólk er ekki mikið í því að glápa á auglýsingar sér til dægrastyttingar 🙂 ólíkt fólki eins og okkur markaðsfólki.  ÁhugaVERT!

Það getur verið gagnlegt að nota fræga í auglýsingum.  Þess vegna gera fyrirtæki það í svona miklu mæli en það eru nokkur atriðið sem vert er að hafa í huga við val og það fylgja því nokkrar hættur að nota fræga.

Hví nota fræga

Auglýsendur hafa fyrir löngu áttað sig á gildi þess að nota frægar persónur, eins og sjónvarps- og kvikmyndastjörnur, íþróttamenn, tónlistarmenn eða aðra fræga einstaklinga til að kynna vörur sínar og þjónustu.

Slebbar eru notaðir vegna þess að þeir hafa getu til að fá áhorfanda til að staldra við auglýsingu og vekja athygli á auglýsingaskilaboðum. Önnur ástæða er væntingin um að virðing, vinsældir og / eða aðdáun sem slebbinn nýtur mun hafa áhrif á tilfinningar neytenda og að sjálfsögðu kauphegðun þeirra gagnvart vörumerkinu sem slebbinn styður.

Hins vegar þarf að hafa í huga ýmsa þætti þegar nota á frægt fólk sem talsmanneskju eða vörumerkjafulltrúa svo sem:

Hættur sem fylgja því að nota fræga í auglýsingum

 • Fræga persónan getur skyggt á vöruna
  • Fólk man þá bara eftir slebbanum og hvað hann/hún var fyndin/sæt…. eitthvað, en man ekki hvað var verið að auglýsa.
 • Slebbinn getur verið ofnotaður.
  • Það rýrir trúverðugleika.  Fólk áttar sig á því að það er verið að greiða hinum fræga fyrir að kynna vöruna, en við það getur orðspor slebbans rýrnað, og því meira sem hinn frægi selur sig, því meira sellout verður hann.
 • Er markhópurinn móttækilegur fyrir áhrifum frægðar
  • Hafa þarf markhópinn í huga og það hvort væntanlegir viðskiptavinir eru líklegir til að verða fyrir jákvæðum áhrifum af slebbanum.  Til dæmis geta yngri neytendur verið spenntari fyrir frægum en eldra fólk.
 • Áhætta fyrir auglýsendur
  • Markaðsfólk verður að íhuga hvort áhætta sé fólgin í því að hafa fyrirtækið eða vörumerki tengt einstaklingnum sem er frægur. Nokkrir vel þekktir skemmtikrafta og íþróttamenn sem voru notaðir sem talsmenn í auglýsingum hafa orðið uppvísir að hegðun sem getur verið vandræðaleg fyrir fyrirtæki þeirra, nægir að nefna Tiger Woods og Lance Armstrong.

Önnur atriði sem vert er að hafa í huga þegar nota á frægan einstakling er samsvörun vöru/vörumerkis, markhóps og slebbans.  Sem talsmaður þarf slebbinn að passa við ímynd vörunnar og einkenni, eða persónuleika, markhópsins.  Það hefur sýnt sig að það er mikilvægt að markhópurinn upplifi og trúi að hinn frægi sé “sérfræðingur”, eða hafi hæfi til að geta mælt með viðkomandi vöru.

Auglýsendur ættu helst að nota fræga sem tengjast einhvers konar vöru eða þjónustu sem þeir eru áritaðir. Þetta þýðir að markaður verður að skilja myndina og merkingu orðstír verkefnisins til neytenda.

Að lokum, þetta varðandi að nota fræga í auglýsingum – ef til vill er mikilvægast að hafa í huga að fjárfestingin í því að fá frægan einstakling þarf að borga sig.  Markaðsfólk notar fræga til að auka vitund og auka eftirtekt eftir vöru þeirra og/eða fyrirtæki.  Fjárfestingin og áhættan er ekki þess virði nema notkun á hinum fræga einstaklingi auki tekjur nóg til að réttlæta það.

Hvað skal hafa í huga við val á frægum

Reyndar er þetta kannski að lokum 🙂  Stuttlega um hvað skal hafa í huga þegar þú velur þann einstakling sem þú ætlar að nota sem þinn slebba. Þau atriði sem mikilvægust eru við val á einstaklingi:

 1. Samsvörun þess fræga, vörumerkisins og markhópsins.
 2. Ímynd þess fræga almennt.
 3. Kostnaðurinn við að fá þann fræga til leiks.
 4. Áreiðanleiki þess fræga.
 5. Líkur á vafasamri hegðun.
 6. Þekking og viðhorf markhóps til þess fræga sem á að nota.

Það er að mörgu að huga

Það getur verið verulega mikill hagur af því að velja réttan einstakling til að vera talsmaður fyrir þitt vörumerki.  Mikilvægast er að vita hvað vert er að hafa í huga og hvaða spurninga á að spyrja.  Ef þú hefur áhuga á að nota einhvern sem talsmann fyrir þitt vörumerki höfum við rosalega gaman að frægu fólki 🙂  Hafðu samband og við gerum það sem við getum til að þitt val verði gott og farsælt fyrir þig og þann sem vinnur með þér.

Þú getur haft haft samaband á vert@vert.is eða bókað fund með ráðgjafa hér.

[hubspot type=form portal=1484662 id=180f092f-da79-490b-a2d2-abec3787f3e4]

PS – eða Post scriptum

Og algjörlega að lokum, spurning dagsins er hver mælti fyrirsögnina upphaflega, þ.e. fyrirsögnina á þessari grein?  Þá reyndar á engilsaxnesku.

Smelltu fyrir svarið.

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar