Hvað er Google my business?
Google My Business (GMB) er öflug leið fyrir fólk að nálgast gagnlegar upplýsingar eins og staðsetningu, opnunartíma, símanúmer og fl.
Google my Business er ókeypis og einföld þjónusta fyrir fyrirtæki, samtök og stofnanir til að stjórna upplýsingum um sig á öllum Google þjónustum þ.m.t. í Google leit og Google maps. Með því að votta (verify) aðganginn þinn getur þú breytt og uppfært allar upplýsingar um fyrirtækið þitt og þannig aðstoðað viðskiptavini að finna þig á netinu og í raunheimum, auðveldað þeim að hringja í þig, senda þér skilaboð, finna vefinn þinn og fleira. Á sama tíma getur þú sett fram sögu þína, sagt frá því sem er að gerast og þannig haldið áfram að byggja upp þitt vörumerki.
Hvers vegna á ég að nota Google my business?
Þeir sem vilja bæta árangur sinn á netinu eyða oft miklum tíma og peningum í leitarvélabestun (SEO). GMB er ein leiðin til að bæta árangur í leitarniðurstöðum.
Helstu ástæður fyrir því að nota Google my business eru:
- Gerir þig auðfinnanlegan bæði í raunheimum og á GOOGLE MAPS.
- Auðveldar notendum að finna opnunartíma, vef, símanúmer og staðsetningu
- Styrkir orðspor þitt
- Gerir þér kleift að koma upplýsingum og tilboðum á framfæri.
Google er ekki bara leitarvél. Google er LEITARVÉLIN! GMB er ein leiðin til að finnast fljótt og vel og tryggj að réttar upplýsingar komi fram.
Hvernig skrái ég fyrirtækið mitt á Google?
Byrjaðu á því að kanna hvort fyrirtækið þitt er þegar til á Google my Business. Google hefur búið til fjölda fyrirtækja út frá vefsíðu þeirra. Ef þú ert með þokkalegan vef er líklegt að þú sért þegar til.
Þá þarftu þó að gera tilkall til síðunnar. Það er gert með því að leita að þínu fyrirtæki á Google eða í Google maps og smella á “Ertu eigandi þessa fyrirtækis”. Svo fylgir þú bara leiðbeiningumm 🙂
Ef fyrirtækið er nýtt eða ef þú þarft að skrá fyrirtækið þitt getur þú gert það í 4 einföldum skrefum:
- Farðu í Google my Business til að skrá þig og búa til nýja skráningu
- Sláðu inn nafn fyrirtækis þíns og heimilisfang í leitarreitinn. Veldu skráningu ef hún birtist meðal leiðbeinandi samsvörunar, eða búðu til nýja og leggðu fram nauðsynlegar upplýsingar
- Staðfestu fyrirtæki þitt: Google mun staðfesta að fyrirtækið þitt sé staðsett þar sem þú segir að það sé. Það er boðið uppá nokkrar leiðir til staðfestingar. Ágætt er að biðja um póstkort. Þú verður að bíða í 1-2 vikur eftir póstkorti með PIN-númeri.
- Ljúktu vottun og byrjaðu að deila nýjustu upplýsingum
Af hverju þarf ég að fá fyrirtæki mitt staðfest á Google my business?(verify Google my busness)
Þú verður að staðfesta fyrirtækjaskráninguna þína til að halda utan um og stýra sjálfur fyrirtækjaupplýsingar þínar í Google. Í leitinni, maps, og öðrum Google þjónustum. Staðfestingarferlið hjálpar til við að tryggja að fyrirtækjaupplýsingar þínar séu réttar og að aðeins þú, eigandi fyrirtækisins eða stjórnandi, hafi aðgang að þeim. Þar til þú hefur lokið staðfestingunni (verification) hefur þú aðeins takmarkaðan aðgang að því að breytingum á upplýsingunum sem birtast á Google. “Staðfest” fyrirtæki eru tvöfalt líklegri til að vera talin virtur af notendum.
Eftir því sem þú gerir betri vef og heldur öllum skráningum réttum því minna þarftu þú að borga fyrir Google auglýsingar. Nánari upplýsingar um Google auglýsingar hér – bæði kostaða tengla (sponsored links) og Google myndaauglýsingar (Display ads).
Hafðu samband við okkur ef þú vilt hjálp með þetta, með Google auglýsingar eða jafnvel ef þig vantar nýjan vef. Svona vinnur VERT vef.