Skammstöfunin CRM stendur fyrir „Customer relationship management”. Á okkar ástkæra, ylhýra tungumáli útlegst þetta sem „stjórnun viðskiptatengsla”. Til að útskýra kannski enn betur þá er CRM hugmyndafræði sem miðar að því að bæta samkeppnisstöðu og auka arðsemi fyrirtækja með því að byggja upp langtímasamband við viðskiptavini og auka hæfi og möguleika á að afla nýrra tækifæra og að endingu nýrra viðskiptavina.
Til að einfalda þá er þetta aðferðafræði til að stjórna og halda utan um samskipti við viðskiptavini þína.
Hjá flestum fyrirtækjum eru viðskiptavinir þeirra mikilvægasta og verðmætasta „eign“ þeirra. Hér áður fyrr, og því miður jafnvel ennþá, hafa upplýsingar um viðskiptavini verið á víð og dreif; hverjir þeir eru, hvað þeir kaupa, hvernig samskiptin hafa verið og hvað hefur verið sagt. Sumt af þessu hefur verið í kolli mismunandi starfsmanna, sumt í pósthólfum sölumanna og annað í gögnum í bókhaldi.
Þegar fyrirtæki vaxa verður sífellt mikilvægara að hafa allar þessar upplýsingar á einum miðlægum stað. Það á ekki síður við eftir því sem sölusvæðið stækkar.
Ef þitt fólk hefur ekki aðgang að samskiptaupplýsingum og samskiptasögu getur þú ekki brugðist eins hratt við og æskilegt er. Það sem verra er geta viðbrögð við fyrirspurnum orðið röng. Þitt fólk þarf að vita hvernig það á að hafa samband við núverandi og væntanlega viðskiptavini, hvernig eru þeir að vinna með þær upplýsingar sem þið bjóðið (á vef eða í tölvupósti) og hvernig lítur sölupípan ykkar út?
Bæði væntanlegir og núverandi viðskiptavinir taka eftir því ef starfsfólkið þitt er ekki vel upplýst. Frá þeirra bæjardyrum séð eiga þau í viðskiptum við eitt fyrirtæki, ekki hina og þessa starfsmenn í mismunandi deildum. Allir í þínu teymi þurfa að þekkja sögu og samhengi samskipta við hvern viðskiptavin. Því nærðu með faglegri stjórnun viðskiptatengsla. Gott CRM gerir hverjum starfsmanni kleift að vera upplýstum um þarfir hvers viðskiptavinar og hver staðan er, svo viðkomandi starfsmaður geti haldið áfram að þjónusta það sem síðast var frá horfið.
Horfur þínar og viðskiptavinir munu finna sársauka þegar liðið þitt er ekki á sömu síðu. Frá sjónarhóli þeirra, hafa þeir samband við eitt fyrirtæki, ekki safn af mismunandi fólki og deildum. Allir í hópnum þínum þurfa samhengi um þarfir hvers og eins viðskiptavinar, vilja og núverandi ástand, svo þeir geta tekið upp samtalið þar sem frá var horfið síðast.
CRM kerfi eru sett upp til að leysa þessi vandamál. Einn miðlægur staður – eitt miðlægt kerfi, sem heldur utan um samskiptaupplýsingar og samskiptasögu sölutækifæra (leads) og viðskiptavina. Það gerir öllu viðeigandi starfsfólki kleift að vera upplýst um stöðuna, bæði hjá fyrirtækinu og ekki síður hjá þeim sem verið er að þjónusta.
Þú getur fundið aðra, ekki síður áhugaverða um CRM hér – HVER ÆTTI AÐ NOTA CRM?
Kynntu þér kosti ókeypis CRM kerfis sem uppfyllir þarfir kröfuhörðustu viðskiptavina.
CRM kerfi HubSpot er ókeypis – að eilífu! Ekkert smáaletur.
HubSpot CRM felur í sér allt sem þú þarft til að skipuleggja, fylgjast með og næra sölutækifæri og viðskiptavini
– OG aftur, það er 100% ókeypis, um alla tíð.