fbpx

Getur Brad Pitt orðið svalur aftur? Óskiljanleg auglýsing bítur hann.

by | Oct 23, 2012 | Auglýsingar, Branding, Samfélagsmiðlar, Skemmtilegt | 0 comments

 

Ný sjónvarpsauglýsing fyrir Chanel No. 5 hefur fengið afar misjafna dóma svo ekki sé meira sagt.  Auglýsingin (hér f. neðan) er með hinum gullfallega Brat Pitt í aðalhlutverki.  Auglýsingin er nokkuð sérstök, þ.e. textinn sem leikarinn fer með. Helsta gagnrýnin er fólgin í því að enginn skilur hvað maðurinn er að segja.

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=mGs4CjeJiJQ’]

Chanel No. 5 er án nokkurs vafa eitt þekktasta ilmvatn í heimi.  Brad Pitt er fyrsti karlkyns talsmaður Chanel.  Fyrir ómakið fékk hann litlar $7 milljónir (tæpar 900 milljónir ÍKR).  Síðan auglýsingin birtist hefur óspart verið gert grín að henni.

Mest áberandi grínið er án vafa þegar Saturday Night Live afbakaði auglýsinguna með sínu fólki.  Einnig hefur Conan O’Brien gert óspart grín að auglýsingunni og þeirri óskiljanlegu þvælu sem Brat Pitt lætur út úr sér.

Spurningin er þegar upp er staðið hvort þetta er sterkt fyrir Chanel No. 5 og einnig hvort þetta er sterkt fyrir brandið Brad Pitt.

Fær má rök fyrir því að Chanel geti verið sátt.  Aðal markhópur Chanel er konur.  Þeim leiðist ekki Pitt.  Þeir sem eru að gera mest grín að auglýsingunni eru karlmenn.  Auk þess má líkja því að komast í SNL við það að það sé gert grín að þér í skaupinu.  Þá veistu að þú hefur náð athygli.

Hvað varðar vörumerkið Brad Pitt.  Mögulega hefur hann laskað brandið sitt.  Hann þarf að falla bæði mönnum og konum í geð til að hámarka árangur sinn.  Er líklegt að þetta verkefni hafi laskað ímynd hans?

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=WcdQNh_P9tE’]

Ps. SNL atriðið í heild sinni finnst ekki í bili á netinu.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar