Við getum ekki öll hlaupið maraþon

Við getum ekki öll hlaupið maraþon

Flokkar: Kostanir Samfélagsmiðlar Umhverfismerkingar

Við lítum oft upp til afreks íþróttamanna.  Það er ein megin ástæðan fyrir því að þeir geta verið góðir talsmenn fyrir vörur.

Við lítum upp til þeirra vegna þess hvað þeir eru ótrúlega hraðir, sterkir, snöggir eða eitthvað annað sem okkur finnst virðingarvert.  Þrátt fyrir það áttum við okkur oft ekki einu sinni á því hvað atvinnuíþróttamenn eru í raun ótrúlega úthaldsgóðir, snöggir eða sterkir.

Asics er leiðandi framleiðandi í heiminum á hlaupaskóm.  Á meðan á New York maraþonið fór fram (var 6. nóv 2011) setti Asics upp skjá sem var 60 fet, eða BARA rúma 18 metra og þeir skoruðu á hvern sem vildi að reyna að halda í við Ryan Hall, ein þekktasta maraþon hlaupara Bandaríkjana.

Raunin er að þeir bestu hlaupa þessa 42.195 km á um 20 km hraða.  Nokkuð sem venjulegt fólk getur ekki einu sinni haldið út 18 metra eins og myndbandið sýnir.

Skemmtileg leið til að virkja vörumerki.

 

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=yDs4j8ZHzVg’]

 

Hann skokkar ekki þessi

Deildu gleðinni

TENGDAR GREINAR

Þú átt að blogga, þó þú hafir ekkert að segja.

Þú átt að blogga, þó þú hafir ekkert að segja.

Flokkar: Branding Samfélagsmiðlar

Að blogga er ekki það sama og að röfla, kvarta eða drulla yfir einhvern. Að vissuleiti hefur þetta hugtak, "að blogga" fengið neikvæðar tengingar í hugum sumra. Kannski aðallega vegna þess að viss hópur bloggarar eru gjarn...

› Lesa meira
Er þetta rétt notkun á „þínum“ peningum?

Er þetta rétt notkun á „þínum“ peningum?

Flokkar: Auglýsingar Kostanir Markaðsmál

Ég skil ekki hvers vegna VR er að standa í þessari herferð. Ég skil hverju þeir eru að reyna að áorka, en ég skil ekki hvers vegna þeir eru að nota mína peninga í það. Í þessu tilfelli fást engin stig fyrir að þetta ...

› Lesa meira