Fyrirtæki verða að gæta vel að því hver hefur aðgang að samfélagsmiðlum þeirra. Hver einasti aðili sem er admin á Twitter, Facebook, foursquare eða öðrum samfélagsmiðlum getur skipt um password eða hent hinum admin aðilunum út. Þannig verður sá aðili einráður á viðkomandi miðli.
Fyrsta skref – úthlutaðu þessum réttindum að vel ígrunduðu máli. Sem betur fer eru flestir samfélagsmiðlar komnir með möguleika á því að setja fólk í mismunandi hlutverk (það eru s.s. ekki allir admin sem hafa aðgang).
Ef einhver sem hefur aðgang að miðlunum þínum lætur af störfum, hvort sem það er í góðu eða illu, verður að passa að taka admin réttindi af viðkomandi. Alveg eins og það verður að fá hjá þeim lykla að atvinnuhúsnæðinu.
Samfélagsmiðlarnir þínir eru verðmæti – gættu þeirra.
—–
Hér eru 2 dæmi um misnotkun sem höfundur varð vitni að. Annars vegar lenti Fíton í því að einhver tók yfir Twitter accountinn þeirra, var með leiðinlegar yfirlýsingar og byrjaði að fylgja aðilum sem stofan hefur væntanlega ekki verið að fylgja áður. Hins vegar lent points.com í því að einhver kastaði þessari óskemmtilegu kveðju á Facebook vini þeirra. Hjá Points.com var þetta horfið innan nokkura mínútna.