fbpx

Flott gert hjá Intel – myndband

by | Jan 31, 2011 | Auglýsingar, Branding | 0 comments

Intel er fyrirtæki sem almenningur ætti í raun ekki að þekkja.  Þeir framleiða eitthvað sem almenningur skilur ekki og sér aldrei.  Samt er þetta með þekktari vörumerkjum heims.

Þeir voru frumherjar í því sem kallast “Ingredient branding”.  Örgjörvar eru í raun eitt af þeim hráefnum sem þarf að nota til að búa til tölvu.  Líkt og hveiti í köku.  Með snilldar markaðsherferð tókst Intel að byggja upp sterkt vörumerki.  Þeim tókst að gera brandið sitt að gæðastimpli sem tölvuframleiðendur heims vildu setja á tölvurnar sínar og það sem var enn betra, vildu ólmir setja aftan við allar auglýsingar frá sér.

Nýlega setti Intel nýjan örgjörva á markað.  Eitthvað sem er agalega óáhugavert fyrir okkur almenninginn.  Til að byggja upp eftirvæntingu fyrir þessum nýja örgjörva framleiddu þeir þessa afbragðs auglýsingu.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar