fbpx

Enn af Appelsín stríðinu mikla. Hvorum gagnast… frh.

by | Dec 9, 2010 | Auglýsingar, Markaðsmál | 4 comments

Í framhaldi af fyrri vangaveltum um hvort ákveðin umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 um “Stríðið á Appelsín markaðnum” gagnaðist Vífilfelli eða Ölgerðinni meira, velti ég upp hinu sama hér.

Fyrir nokkrum árum var búin til jólaauglýsing fyrir Malt og Appelsín frá Egils þar sem lokasetningin er:

“Ást við fyrstu sýn,

Egils Malt og Appelsín.”

Nú kemur Vífilfell með auglýsingu fyrir Hátíðar appelsínið sitt með frasanum:

“Þú sérð það strax, við fyrstu sýn,

Þetta er Hátíðar Appelsín”

Spurningin er hvort þetta er Vífilfelli til gagns?

  • Er þetta gott grín?
  • Ná þeir að pirra samkeppnisaðilann?  (Oft skemmtilegt 🙂
  • Ná þeir athygli sem þeir annars hefðu ekki náð (sbr. blog sem þetta)?

Sjá bæði auglýsingu Vífilfells og jólaauglýsingu Malt og Appelsín hér f. neðan.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar