fbpx

Gleymdu því að segja allt sem þig langar að segja

by | Oct 10, 2012 | Auglýsingar, Kostanir, Skemmtilegt | 0 comments

 

Auglýsingar eru ekki til þess fallnar að segja allt sem þér finnst frábært við vöruna þína.

Það er erfitt, en nauðsynlegt, að velja helst bara einn megin punkt – þennan einstaka aðgreinandi sölupunkt.  Oft kallað “Unique selling proposition” eða USP.

Sem sagt – Gleymdu því að segja allt sem þig langar að segja um þína æðislegu vöru eða þjónustu í einni auglýsingu.  Hér er dæmi frá Old Spice um fókus.  Þarna er valinn einn einstakur sölupunktur og hann bara hamraður aftur og aftur. Ekki skemmir að framkvæma þetta með hinum goðsagnakennda Terry Crews.

Old spice odor blocker body wash is so powerful, it can block b.o. for 16 hours!!!!!!!”

Þetta er einfalt að segja – erfitt að gera 🙂

Terry Crews er svo svalur að hér er önnur sería:

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=TXK3Z4JC8S8′]

Meira um celebrity endorsements hér og svo mýmörg dæmi hér.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar