fbpx

Breytingar á merki VÍS

by | Aug 28, 2012 | Branding | 0 comments

Í gær kynnti tryggingafélagið VÍS nýtt merki félagsins.

Merkið er byggt á formi eldra merkis en “hefur verið einfaldað og mýkt með ávölum línum” segir meðal annars í tilkynningu félagsins.  Enn fremur kemur fram að ekki hafi verið gerðar miklar breytingar á merki félagsins síðan árið 1989.  Það eru þó vonandi jákvæð tíðindi, því ekki er sérstaklega mælt með að fyrirtæki séu mikið að hringla með myndmerki sitt milli ára þó uppfærsla og aðlögun í takt við nýja tíma sé oft nauðsynleg. Sjá eldra blogg um uppfærslu á fyrirtækjamerkjum.

Myndmerkið skiptir jú mun minna máli en staðfærslan öll.  Það er hún og markaðslegar aðgerðir sem móta afstöðu fólks til vörumerkja.

En hitt er athyglisverðara að nýja myndmerki VÍS er í einum lit sem er rauður.  Í fréttabréfi VÍS frá júlí 2009 kom fram eftirfarandi útskýring á þáverandi uppfærslu á myndmerki félagsins:

“Það er margsannað að litir hafa ákveðna merkingu í huga fólks og geta til að mynda haft bein tengsl við líðan þess og hegðun.  Þessi merking hefur víða yfirfærst yfir í tungumálið en til að mynda tölum við um að “sjá rautt” þegar við reiðumst.  Blár litur er jafnan talinn traustur og þægilegur litur sem hefur róandi áhrif á huga okkar.

 

Vonandi er það ekki ætlun fyrirtækisins að reita viðskiptavini til reiði 🙂

Nýja merkið er mjög í línu við það sem hefur verið áberandi undanfarið í uppfærslu vörumerkja – einföldun.

Spurningin er alltaf er þetta til bóta?

VÍS – gamla og nýja

 

Ps. Síðan þetta blogg var skrifað hefur verið bent á LÍN merkið sem of líkt.  Passar það?  Vissulega eru þetta bæði þriggja stafa orð.  Bæði með tengiskrift, bæði rauð, bæði með “Í” í miðjunni EN nýja VÍS merkið er eðlileg þróun frá fyrri útgáfu af merkinu.  Hvorki VÍS merkið né LÍN merkið fundu upp tengiskrift.  Vel má vera að það sé eitthvað keimlíkt með merkjunum, en þetta getur varla talist athugaVERT.

VÍS vs LÍN

 

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Handahófs markaðssetning er rugl

Handahófs markaðssetning er rugl

Markaðssetning af handahófi er hörmuleg hugmynd.   Hættu að gera bara eitthvað, svona þegar þú manst eftir því að þú þarft víst að gera eitthvað í marketing. Markaðsstarf gengur útá að auka virði fyrir viðskiptavini þína.  Markaðsstarf kostar peninga.  Það er því sóun...

Áhrif lita í viðskiptum.

Áhrif lita í viðskiptum.

Litur er tungumál, litur nær athygli þinni. Rétt eins og ilmurinn af uppáhaldsréttnum þínum getur breytt skapi þínu geta mismunandi litir einnig haft áhrif á skapsveiflur þínar. Litir eru óaðskiljanlegur hluti af lífi okkar, við dæmum ástand heilsu okkar, uppskeru...