fbpx

Audi breytir herbergi Sir Alex Ferguson eftir línum vörumerkisins

by | Jun 30, 2010 | Branding | 0 comments

Þýski bílaframleiðandinn Audi, sem er einn aðalstyrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Manchester United sá sér leik á borði þegar breyta þurfti 19 ára gömlu herbergi Sir Alex Ferguson á Old Trafford. Hingað til hafa Audi menn verið einna duglegastir styrktaraðilanna við að tengjast liðinu, bæði í gegnum bílaflota leikmanna en ekki síður með áhugaverðum tengingum, svo sem með því að breyta varamannabekknum í lúxussætí í anda Audi bílanna.

Í þetta sinn þó fóru þeir enn lengra með sína tengingu og fengu sem fyrr segir leyfi til að endurhanna herbergi frægasta knattspyrnustjóra heimsins í dag, eftir sínu höfði og að sjálfsögðu innblásið af hönnun vörumerkisins. Audi vörumerkið er þekkt um allan heim fyrir hönnun, og í þessu myndbandi er hægt að sjá hvernig þeir báru sig að við að blása lífi í þetta gamla lúna herbergi á Old Trafford vellinum í Manchester.

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Handahófs markaðssetning er rugl

Handahófs markaðssetning er rugl

Markaðssetning af handahófi er hörmuleg hugmynd.   Hættu að gera bara eitthvað, svona þegar þú manst eftir því að þú þarft víst að gera eitthvað í marketing. Markaðsstarf gengur útá að auka virði fyrir viðskiptavini þína.  Markaðsstarf kostar peninga.  Það er því sóun...

Áhrif lita í viðskiptum.

Áhrif lita í viðskiptum.

Litur er tungumál, litur nær athygli þinni. Rétt eins og ilmurinn af uppáhaldsréttnum þínum getur breytt skapi þínu geta mismunandi litir einnig haft áhrif á skapsveiflur þínar. Litir eru óaðskiljanlegur hluti af lífi okkar, við dæmum ástand heilsu okkar, uppskeru...