fbpx
Að vera á tánum – Tevez í rusli

Að vera á tánum – Tevez í rusli

Flokkar: Auglýsingar Blogg Kostanir Markaðsmál

Markaðsfræði er ekki aðgerð og ekki verkefni, markaðsleg hugsun er/á að vera mænan í fyrirtækinu.

Hver einasta ákvörðun sem tekin er, þarf að taka tillit til markaðslegra áhrifa.  Fyrirtæki þurfa að vera með markaðsstefnu sem yfirleitt er unnin til þriggja ára í senn, sem og markaðsáætlun sem listar upp verkþætti og aðgerðir næstu 12 mánaða í markaðsstarfi fyrirtækisins.  En áætlanagerð má heldur aldrei koma í veg fyrir að menn séu tilbúnir að grípa þau tækifæri sem gefast, má ekki koma í veg fyrir að menn séu á tánum.  Þá má heldur ekki sitja fastur við sinn keip og tala um að „áætlun hafi ekki gert ráð fyrir þessu“.

Breska veðmálafyrirtækið Betfair er heldur betur á tánum þessa dagana.  Næsta sunnudag fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni þegar Manchester liðin eigast við á Old Trafford.  Ljóst er að aldrei þessu vant eiga aðdáendur liðanna í raun sameiginlegan óvin, Argentínumanninn Carlos Tevez.

Mikið hefur gengið á í samskiptum liðanna og er skemmst að minnast þess þegar aðdádendur City keyptu umhverfismerkingu í miðri Manchester borg til að stríða United aðdáendum.

En yfir í Betfair.  Þeir hafa staðsett merkta ruslabíla víðsvegar fyrir utan Old Trafford þar sem aðdáendum beggja liða er gert kleift að sýna andúð sína í verki með því að henda þangað merktum Tevez treyjum, sem eru jú allnokkrar eflaust.  Þær treyjur sem safnast verða síðan gefnar til góðgerðarmála í heimalandi Tevez, Argentínu.

Frábær leið (og ódýr), til að tengjast enn betur kjarnamarkhópnum sínum sem eru jú aðdáendur knattspyrnuliðanna.  Auk þess sem þetta gæti slakað aðeins á spennu milli stuðningsmanna.  

Myndefni er fengið frá Daily Mail .

 

Deildu gleðinni

TENGDAR GREINAR

Markmiðasetningmyndband

Markmiðasetningmyndband

Flokkar: Auglýsingar Föstudagsfiðringur

Fólk er misjafnt þegar kemur að því að tilkynna markmið sín. Sumir tilkynna hátt og skýrt um leið og búið er að setja nýtt markmið. Aðrir halda því fyrir sjálfan sig – kannski til að þurfa ekki að viðurkenna síða...

› Lesa meira
Æfingin skapar meistarann, líka í vöruþróun

Æfingin skapar meistarann, líka í vöruþróun

Flokkar: Markaðsmál Vöruþróun

Þegar hópur vinnur saman að því að þróa nýja vöru eða þjónustu er margt sem getur komið í veg fyrir árangur. Má þar nefna valdabaráttu innan hópsins og tímaskort.  Aðrir þættir eins og reynsluleysi og ofmat á eigin...

› Lesa meira