fbpx

Að vera á tánum – Tevez í rusli

by | Oct 20, 2011 | Auglýsingar, Blogg, Kostanir, Markaðsmál | 0 comments

Markaðsfræði er ekki aðgerð og ekki verkefni, markaðsleg hugsun er/á að vera mænan í fyrirtækinu.

Hver einasta ákvörðun sem tekin er, þarf að taka tillit til markaðslegra áhrifa.  Fyrirtæki þurfa að vera með markaðsstefnu sem yfirleitt er unnin til þriggja ára í senn, sem og markaðsáætlun sem listar upp verkþætti og aðgerðir næstu 12 mánaða í markaðsstarfi fyrirtækisins.  En áætlanagerð má heldur aldrei koma í veg fyrir að menn séu tilbúnir að grípa þau tækifæri sem gefast, má ekki koma í veg fyrir að menn séu á tánum.  Þá má heldur ekki sitja fastur við sinn keip og tala um að “áætlun hafi ekki gert ráð fyrir þessu”.

Breska veðmálafyrirtækið Betfair er heldur betur á tánum þessa dagana.  Næsta sunnudag fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni þegar Manchester liðin eigast við á Old Trafford.  Ljóst er að aldrei þessu vant eiga aðdáendur liðanna í raun sameiginlegan óvin, Argentínumanninn Carlos Tevez.

Mikið hefur gengið á í samskiptum liðanna og er skemmst að minnast þess þegar aðdádendur City keyptu umhverfismerkingu í miðri Manchester borg til að stríða United aðdáendum.

En yfir í Betfair.  Þeir hafa staðsett merkta ruslabíla víðsvegar fyrir utan Old Trafford þar sem aðdáendum beggja liða er gert kleift að sýna andúð sína í verki með því að henda þangað merktum Tevez treyjum, sem eru jú allnokkrar eflaust.  Þær treyjur sem safnast verða síðan gefnar til góðgerðarmála í heimalandi Tevez, Argentínu.

Frábær leið (og ódýr), til að tengjast enn betur kjarnamarkhópnum sínum sem eru jú aðdáendur knattspyrnuliðanna.  Auk þess sem þetta gæti slakað aðeins á spennu milli stuðningsmanna.  

Myndefni er fengið frá Daily Mail .

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar