fbpx

Áhrif lita í viðskiptum.

by | Jun 16, 2020 | Branding, Markaðsmál | 0 comments

Litur er tungumál, litur nær athygli þinni. Rétt eins og ilmurinn af uppáhaldsréttnum þínum getur breytt skapi þínu geta mismunandi litir einnig haft áhrif á skapsveiflur þínar. Litir eru óaðskiljanlegur hluti af lífi okkar, við dæmum ástand heilsu okkar, uppskeru okkar og fæðu okkar út frá litum.

Rannsóknir hafa sýnt að litur vöru er áhrifavaldur í 60-80% kaupákvarðana. Ef þú heldur úti vefsíðu eða ert að búa til vörumerki… þá mun litur vera eitt af því fyrsta sem að neytandi tekur eftir. Að sama skapi eru litir lykilatriði þegar föt eru hönnuð, þeir verða að endurspegla persónuleika notandans. Enn fremur getur litaval verið úrslitavaldurinn í verkum grafískra hönnuða. Litir, áferð og mynstur eru allt mikilvægir hlutir við hönnun vörumerkis eða vefsíðu.

Í greininni hér að neðan munum við fara hratt yfir sálfræði áhrif lita á fólk og hvernig mismunandi litir hafa mismunandi áhrif á fólk eftir vörumerkjum.

Hvernig bregðast neytendur við mismunandi litum?

Hver einasti litur framkallar mismunandi viðbrögð frá fólki, hegðun neytenda breytist með hverjum lit. Litir eru flokkaðir í heita liti og kalda liti. Heitir litir eru tengdir orku á meðan kaldir litir eru tengdir ró.

Rauður

Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvers vegna þú spennist upp eða andar hraðar þegar þú sérð konu í rauðum kjól? Hefurðu tekið eftir að Manchester United er eitt vinsælasta fótboltalið í heimi? Þetta er allt vegna rauða litsins. Rauður er þekktur sem litur góðs gengis í Asíu, hann ýtir undir ástríðu, tælingu og ævintýraþrá. Hins vegar er rauður líka þekktur fyrir að ýta undir ofbeldi, hættu og reiði.

Fjólublár

Fjólublár tengist dulúð og yfirnáttúrulegum hlutum. Fjólublá litbrigði tákna mismunandi hluti, ljósfjólublár tengist léttúð, blómum og rómantík. Dökk fjólublár tengist virðingu og gáfum.

 

Blár

Blár er að öllum líkindum vinsælasti litur heims. Jú, það er hann! Ef þú lítur í kringum þig sérðu að langflestir eru í bláum gallabuxum! Enn fremur er þetta einkennislitur margra vörumerkja. Cool Water ilmvatnsins frá Davidoff til dæmis. Blár tengist auknum skilningi, trúfestu og hollustu.

Grænn

Hefurðu einhvern tíman velt því fyrir þér hvers vegna manni líður svona vel þegar maður leggst í ferskt og fagurgrænt gras á sumrin? Eða hvers vegna næringafræðingar mæla með því að fólk borði dökkgrænt grænmeti heilsunnar vegna? Grænn er svarið við þessum spurningum. Grænn er ekki lengur bara litur heldur táknar hann vistfræði og frið. Grænfriðungasamtökin nota til dæmis grænan. Hér er áhugaverð þjóðsaga um grænan lit, þeir sem sofa á plöntugrænum kodda verða ekki sköllóttir, epískt ekki satt?

Svartur

Svartur táknar áhrif og völd. Svartur er mjög vinsæll í tísku vegna þess að hann lætur fólk virka grennra en það er. Svartur er að mestu notaður af vörumerkjum til að tákna dýrari vörurnar þeirra. Núna vitum við af hverju Mont Blanc vörumerkið er svart, því vörurnar eru svo dýrar!

 

 

_____________________________________
Greinin var upphaflega þýdd og aðlöguð af VERT 2013, byggð á http://goo.gl/hrZjN

 

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar

Handahófs markaðssetning er rugl

Handahófs markaðssetning er rugl

Markaðssetning af handahófi er hörmuleg hugmynd.   Hættu að gera bara eitthvað, svona þegar þú manst eftir því að þú þarft víst að gera eitthvað í marketing. Markaðsstarf gengur útá að auka virði fyrir viðskiptavini þína.  Markaðsstarf kostar peninga.  Það er því sóun...