fbpx

4 kostir fyrirtækjabloggs. Af hverju ættu fyrirtæki að blogga?

by | May 22, 2012 | Blogg, Markaðsmál, Samfélagsmiðlar | 0 comments

Um og upp úr síðustu aldamótum var blog (stytting a “web log” og blogg á íslensku) það heitasta á netinu.  Allir voru að blogga, um allt og ekki neitt.  Í dag, um 10 árum síðar hefur umhverfið breyst.  Þeir sem höfðu ekkert um að blogga eru flestir hættir því og láta stöðu uppfærslur á Facebook duga.  Á sama tíma hefur talsverður fjöldi málsmetandi manna tekið upp á því að blogga.  Notkunin hefur þannig þroskast og fjöldi góðra blogga til sem fjalla um allt mögulegt, frá heitustu tónlistinni til pólitískrar umræðu.

Ein tegund blogga sem farið hefur minna fyrir hér á landi eru fyrirtækja blogg (corporate blogs).  Erlendis hefur þessi tegund blogga vaxið hratt undanfarin ár og í dag líta mörg fyrirtæki á blogg sem nauðsynlegan hluta af samskipta og markaðsstarfi sínu.  Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa virkilega nýtt sér blogg í starfsemi sinni er Southwest Airlines, Zappos, Google, Adobe, American Express, Boeing, Coca-cola og fleiri og fleiri. Oftar en ekki eru blogg fyrirtækja í umsjón eins eða fleiri starfsmanna sem sjá um að rita efni og eiga samskipti við lesendur í takt við fyrirfram ákveðna stefnu viðkomandi fyrirtækis.

Nokkrir kostir fyrirtækja blogga:

  • Leitarvélar elska vefi sem eru reglulega uppfærðir og þannig eru blogg oft mjög leitarvélavæn og birtast ofarlega á leitarvélum þegar leitað er eftir leitarorðum tengdu efni bloggsins.
  • Stjórnendur eða lykilstarfsmenn hafa vettvang til þess að deila efni og taka þátt í umræðum um efni tengt viðkomandi vöru eða fyrirtæki.
  • Vel skrifað blogg gefur fyrirtækjum ákveðna persónulega tengingu, ólíkt hefðbundnu kynningarefni stórfyrirtækja.
  • Blogg er ódýr leið til þess að koma efni á framfæri og á óformlegri hátt en á hefðbundnum miðlum.

 

En það er fleira…

Í apríl 2010 sendi HubSpot frá sér tölur um virkni samfélagsmiðla. Þar kom eftirfarandi fram:

  • Fyrirtæki sem blogga hafa að jafnaði 70% fleiri fylgjendur á Twitter.
  • Fyrirtæki sem blogga hafa að jafnaði 434% fleiri síður á skrá hjá Google.
  • Fyrirtæki sem blogga eru með 97% fleiri tengla inná vefi sína.
  • Fyrirtæki sem blogga fá 55% fleiri heimsóknir á heimasíðu sína.
  • En hvað þýðir þetta allt saman? Jú, efnið fær mun meiri dreifingu og þ.a.l. lesa það fleiri.

(Uppfærða tölfræði um þetta má finna hér – http://bit.ly/KWXtzQ )

Blogg er í eðli sínu óformleg og persónuleg leið til þess að eiga samskipti. Fyrirtæki sem ætla sér að ná árangri verða að tileinka sér þá nálgun. Það nennir enginn að lesa yfir pródúserað kynningarefni fyrirtækja sem einhver hefur ákveðið að kalla blogg.

Ef þú trúir ekki enn getur verið að Seth Godin sannfæri þig:

[yframe url=’http://www.youtube.com/watch?v=livzJTIWlmY’]

Er þitt fyrirtæki með blogg?

 

*þetta er endurbirt grein frá eldra bloggi VERT.

VERT-markaðsstofa sérhæfir sig í faglegri markaðsráðgjöf og framkvæmd markaðsstarfs.
Allt frá stefnumótun og rannsóknum, til hugmyndavinnu, auglýsingagerðar og birtinga. VERT vinnur með þér í öllu sem viðkemur markaðsmálum. Notaðu höfuðið, áður en þú notar hendurnar.

 

Deildu gleðinni

Tengdar greinar